Við hjá Sessor viljum ávallt sýna samfélagslega ábyrgð og styðjum því reglulega mikilvægt verkefni. Við höfum því keypt 10 skammt af COVID-19 bóluefninu fyrir hvern starfsmann hjá okkur af Unicef og vitum að þannig kemst stuðningurinn á réttan stað. Þess má geta að allir starfsmenn Sessor eru orðnir fullbólusettir og því viljum við hjálpa til.
Við hvetjum Íslensk fyrirtæki til að aðstoða við að stöðva útbreiðslu COVID-19 með því að styrkja Unicef. Við erum jú í kapphlaupi við náttúruna og viljum reyna að koma í veg fyrir að veiran stökkbreytist og stofni bólusetningu í hættu.
Takk Unicef fyrir ykkar frábæra starf
Frekari upplýsingar um hvernig styrkja má málefnið: https://unicef.is/covid
Við erum hér til að finna lausn sem hentar þér. Við bjóðum frían kynningarfund – hafðu samband og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.