Réttir hagsmunir, réttar lausnir
Að skilja heildarstarfsemi rekstraraðila og auðkenna lausnir sem best uppfylla þarfirnar á móti kostnaði er ákaflega krefjandi verkefni sem krefst mikillar reynslu svo vel takist til. Í sumum tilfellum eru margir birgjar sem bjóða upp á sömu lausnirnar og því getur verið erfitt að átta sig á því hvar mesta virðið liggur og mögulegur viðbótarávinningur sem birginn býður.
Sessor hefur leitt fjölmörg verkefni þar sem við finnum réttu lausnirnar, veljum birgjann, tryggjum sanngjörn verð og að lokum vel heppnuð verkefni þar sem ávinningi er náð.
Þegar skoðað er grófu flokkun tæknilausna má hratt sjá mikilvægi þess að sérfræðiþekking sé til staðar hjá verkkaupa þar sem unnið er með hagsmuni hans á faglegan hátt. Þessa sérfræðiþekkingu geta flestir rekstraraðilar ekki búið yfir þar sem kostnaður við hana er mikill og hún aðeins nýtt að fullu leiti með nokkuð löngu millibili.
Gróf flokkun tæknilausna
Til að ná settum markmið er mikilvægt að lausnir í öllum flokkum myndi heilstæða lausn svo hægt sé að ná ásættanlegum árangri í heildarrekstrarkostnaði.
- Innviðir
- Rekstrarlausnir
- Viðskiptalausnir
- Sérlausnir
- Sjálfvirknivæðing
- Viðskiptagreind BI
- Notendalausnir