Orðið sessor er skrifað með bláum stöfum á hvítum bakgrunni.

REKSTRAR - OG TÆKNIÞJÓNUSTA

Kona með gleraugu brosir á meðan hún heldur á kaffibolla.

Hagkvæmari lausnir

Rekstrar- og tækniþjónusta Sessor veitir öflugar lausnir sem hægt er að aðlaga að ólíkum þörfum rekstraraðila. Öryggi og hraði eru forgangsatriði hjá okkur. Með áherslu á sérsniðna þjónustu sem hönnuð er til að mæta þínum þörfum, tryggjum við þitt tækniumhverfi á hagkvæman hátt. Hvort sem notaðar eru skýjalausnir (Cloud) eða lausnir innanhúss (On-prem) erum við með reynslu og þekkingu til að leysa úr málunum.


Með okkar þjónustu getur þú einbeitt þér að kjarnastarfsemi þinni á meðan við sjáum um alla tæknilega innviði. Við bjóðum upp á heildarlausnir sem fela í sér uppsetningu, viðhald og uppfærslur á kerfum. Með reglulegum öryggisathugunum og afritun tryggjum við að gögnin þín séu alltaf vernduð.

Helstu verkefni

Við sjáum um rekstur og stjórnun tæknilegra innviða. Við bjóðum upp á áreiðanlegar öryggisráðstafanir og öfluga afritunarþjónustu til að tryggja öryggi gagna og kerfa.

Tæknimál og aðgangur

Við sjáum um leyfismál, aðgangsstýringar og tengingar, auk þess að annast vélbúnað og jaðartæki sem tryggir að allt starfi hnökralaust.

Dagleg þjónusta og beiðnaúrvinnsla

Við veitum símsvörun og daglega þjónustu, úrvinnslu beiðna og notendaumsýslu sem tryggir skjót viðbrögð við þörfum viðskiptavina okkar.

Kerfisumsjón og eftirlit

Við veitum eftirlit með kerfum, uppfærslum og dreifingu ásamt fjarþjónustu hugbúnaðar sem tryggir stöðugan rekstur.

Karl og kona eru að horfa á spjaldtölvu saman.

Áreiðanlegur samstarfsaðili

Við sérhæfum okkur í árangursríkum rekstrar- og tækniþjónustulausnum sem styðja við framgang fyrirtækja með áreiðanleika, sveigjanleika og nýjustu tækni að leiðarljósi.

Hafa samband
Share by: