Einbeittu þér að kjarnastarfseminni
Rekstrarumhverfi fyrirtækja krefst öflugra, öruggra og sveigjanlegra lausna sem styðja við daglegan rekstur og þróast með starfseminni. Hjá Sessor sérhæfum við okkur í að tryggja stöðugleika, öryggi og rekstrarhæfni tæknilegra grunnstoða – hvort sem um er að ræða skýjalausnir, staðbundin kerfi eða samsetta innviði.
Við sjáum um rekstur innviða, öryggismál, kerfisstýringu og daglega þjónustu með markvissum hætti. Með skjótum viðbrögðum, skýrum ferlum og reglulegri eftirfylgni tryggjum við að tækniumhverfið styðji við dagleg verkefni, dragi úr áhættu og þróist í takt við þarfir fyrirtækisins.
Helstu verkefni
Við sjáum um rekstur og stjórnun tæknilegra innviða. Við bjóðum upp á áreiðanlegar öryggisráðstafanir og öfluga afritunarþjónustu til að tryggja öryggi gagna og kerfa.
Aðgangur og tækni
Við sjáum um leyfismál, aðgangsstýringar og tengingar, auk þess að annast vélbúnað og jaðartæki sem tryggir að allt starfi hnökralaust.
Notendaþjónusta
Við veitum símsvörun og daglega þjónustu, úrvinnslu beiðna og notendaumsýslu sem tryggir skjót viðbrögð við þörfum viðskiptavina okkar.
Kerfisumsjón og eftirlit
Við veitum eftirlit með kerfum, uppfærslum og dreifingu ásamt fjarþjónustu hugbúnaðar sem tryggir stöðugan rekstur.
Meira öryggi. Minni truflun.
Við sjáum um tæknilegan grunn svo þú getir einbeitt þér að kjarnastarfseminni. Hafðu samband og kynntu þér möguleikana.