Orðið sessor er skrifað með bláum stöfum á hvítum bakgrunni.

VERKEFNASTJÓRNUN

Kona með gleraugu brosir á meðan hún heldur á kaffibolla.

Frá upphafi til árangurs

Verkefnastjórnun í upplýsingatækni snýst um stjórn og samhæfingu tæknilegra verkefna frá upphafi til enda. Hún felur í sér skipulagningu, úthlutun auðlinda, tímastjórnun og áhættustýringu til að tryggja að markmið með verkefnum náist á skilvirkan og árangursríkan hátt. Árangursrík verkefnastjórnun krefst skýrrar sýnar, góðrar samskiptahæfni og færni í að leysa vandamál, ásamt því að geta brugðist við breytingum og óvæntum aðstæðum á skipulagðan hátt.


Verkefnastjórar okkar þekkja vel mismunandi aðferðafræði og mæta þannig þörfum ólíkra tegunda verkefna. Verkefnin fara oft á milli aðferða, sem kallar á reynslumikla stjórnun. Helstu aðferðir sem við notum eru Agile / Scrum, Waterfall, Kanban og Lean.

quotesArtboard 1 copy 2

Það eina sem ég sé að við hefðum átt að gera öðruvísi var að fá Sessor til að koma fyrr að ferlinu, það hefði hjálpað okkur að skilja betur umfangið og verkefnið hefði verið betur skilgreint sem hefði hugsanlega getað sparað okkur tíma og kostnað.

Maður í fléttum skyrtu með gult band um hálsinn

Jóhann Benediktsson

Framkvæmdarstjóri Rubix

Viltu klára verkefnin með stæl?

Við bjóðum upp á sérhæfða verkefnastjórnun upplýsingatækniverkefna af öllum stærðum og gerðum. Með okkar sérþekkingu aðstoðum við þig við að hámarka afköst og nýta auðlindir á sem bestan hátt.

Hafa samband
Maður í blárri skyrtu er að nota fartölvu.
Share by: