Kona með gleraugu brosir á meðan hún heldur á kaffibolla.

VERKEFNASTJÓRNUN

Markviss verkefnastýring

Árangur upplýsingatækniverkefna byggir ekki aðeins á góðri áætlun, heldur á hæfni til að stýra fjölbreyttum þáttum í samhengi – frá innleiðingu lausna og samþættingu kerfa til samráðs við birgja og eftirfylgni við markmið. Verkefnastjórnun krefst nákvæmrar innsýnar í hvernig tækniinnleiðing, verklag og ábyrgðarskipting fléttast saman við reksturinn.


Hjá Sessor leggjum við áherslu á agaða verkefnastýringu með skýrum verkferlum, markvissri eftirfylgni og raunhæfri áhættugreiningu. Við vinnum þvert á teymi og hlutverk, tryggjum samfellu milli tæknilegra lausna og daglegrar starfsemi og sjáum til þess að verkefni haldi stefnu, áætlun og tilgangi.


Við beitum fjölbreyttum aðferðum – allt frá Agile og Kanban til hefðbundnari aðferða. Við aðlögum nálgun okkar að umfangi, eðli og þroskastigi hvers verkefnis. Þannig sköpum við skýra umgjörð þar sem stjórnendur fá yfirsýn, starfsfólk nýtur stuðnings og lausnir ná virkri notkun með mælanlegum árangri.

quotesArtboard 1 copy 2

Það eina sem ég sé að við hefðum átt að gera öðruvísi var að fá Sessor til að koma fyrr að ferlinu, það hefði hjálpað okkur að skilja betur umfangið og verkefnið hefði verið betur skilgreint sem hefði hugsanlega getað sparað okkur tíma og kostnað.

Maður í fléttum skyrtu með gult band um hálsinn

Jóhann Benediktsson

Framkvæmdarstjóri Rubix

Viltu vita meira?

Við bjóðum upp á sérhæfða verkefnastjórnun upplýsingatækniverkefna af öllum stærðum og gerðum. Með okkar sérþekkingu aðstoðum við þig við að hámarka afköst og nýta auðlindir á sem bestan hátt.

Hafa samband