Mörg fyrirtæki búa yfir öflugum tæknilausnum en án stefnumótunar og samþættingar við ferla er auðvelt að missa af þeim ávinningi sem tæknin getur veitt. Hjá Sessor framkvæmum við óháða úttekt á verklagi og nýtingu tæknilausna sem veitir stjórnendum skýra mynd af stöðunni. Við skoðum núverandi ferla, afkastagetu og hvernig tæknin styður við lykilverkefni með áherslu á að hámarka virkni og nýtingu hennar.
Hvernig eru núverandi lausnir nýttar og hver eru tækifærin til að bæta þessa nýtingu?
Hvar er hægt að auka sjálfvirkni til að draga úr handvirkum ferlum og einfalda verk?
Er tæknin í takt við ferlana eða er hún notuð á ómarkvissan hátt?
Eru kerfin þín nægilega samhæfð til að styðja heildstætt við viðskiptaferla?
Eru stjórnendur með aðgang að gögnum sem veita skýra mynd af stöðunni í rauntíma?
Skilar tæknin þeim ávinningi sem ætlast var til eða eru tækifæri til að hámarka fjárhagslegan og rekstrarlegan ávinning?
Við búum yfir margra ára reynslu af því að greina og endurskipuleggja ferla með tæknilausnir að leiðarljósi. Við vinnum að hagræðingu og betra upplýsingaflæði með það að markmiði að þú fáir sem mest út úr tækninni sem þú hefur fjárfest í.