Heildarsýn og raunstaða tæknimála
Að hafa skýra mynd af stöðu upplýsingatæknimála er lykilforsenda þess að hægt sé að forgangsraða og stýra umbótum með markvissum hætti. Án raunhæfrar greiningar á núverandi umhverfi og tækniþáttum er erfitt að taka upplýstar ákvarðanir um þróun, fjárfestingar eða breytta notkun kerfa.
Við hjá Sessor bjóðum upp á óháða úttekt sem gefur heildstæða yfirsýn yfir tæknimál fyrirtækisins. Við metum hvernig tæknikerfi og lausnir styðja við reksturinn í dag og hvar tækifæri eru til hagræðingar, betri samþættingar og aukinnar sjálfvirkni.
Úttektin er fyrsta skrefið að faglegri stjórnun tæknimála. Hún veitir skýra yfirsýn og raunhæfan samanburð sem nýtist til að móta stefnu, forgangsraða og hrinda aðgerðum í framkvæmd. Sérstök áhersla er lögð á að greina hvernig tæknilausnir styðja við daglegan rekstur, ákvarðanatöku og hvort þær endurspegla raunverulegar þarfir viðskiptaferlanna.
Megináherslur
01
Úttekt á stöðu upplýsingatæknimála
02
Mótun stefnu
03
Hönnun
04
Áætlun
05
Forgangsröðun
06
Upplýsingatæknistjórnun | Verkefnastjórnun
Árangurinn lofar aðferðafræðina
Á undanförnum árum höfum við tekið þátt í fjölmörgum verkefnum þar
sem unnið er að stafrænni umbreytingu rekstraraðila. Stærstu verkefnin hafa verið í flokki
viðskiptakerfa en þar höfum við ásamt öðrum birgjum unnið að algjörri uppstokkun.
Allir ferlar voru yfirfarnir og tækni fullnýtt
Starfsfólk endurþjálfað
Stöðugildum fækkað og nýtt jafnvægi fundið
Viltu vita meira?
Við framkvæmum óháða úttekt á upplýsingatæknimálum og greinum hvernig tæknin styður við reksturinn.
Hafðu samband og fáðu skýra sýn á stöðuna.