Að þekkja stöðu upplýsingatæknimála er án efa eitt af mikilvægustu verkefnum rekstraraðila. Þegar staðan er orðin þekkt er hægt að forgangsraða og hefja hnitmiðaða vinnu í átt að fullnýtingu tæknilegra lausna með hagræðingu og bætta þjónustu sem markmið.
Við bjóðum upp á óháða úttekt á heildarstöðu upplýsingatæknimála og leggjum ríka áherslu á að meta hvernig tæknin styður við starfsemina með hliðsjón af viðskiptaferlunum. Við skoðum innviði, notendalausnir, rekstrarlausnir, viðskiptalausnir, sérlausnir, sjálfvirknivæðingu og viðskiptagreind BI. Við eigum ýmis viðmið sem notuð eru til samanburðar en þau gefa upplýsingar um stöðuna. Niðurstöður gefa stjórnendum skýra mynd af stöðu mála og samanburð við þá sem nýta sér tæknina sem best til aukins árangurs.
Úttektin markar upphafið að þeirri vinnu sem margir rekstraraðilar vilja framkvæma á stafrænni vegferð. Að úttekt lokinni mótum við stefnu, hönnum umhverfið og setjum niður áætlun. Eftir óskum viðskiptavina forgangsröðum við verkefnum og hefjum vinnu við þau sem hluta af upplýsingatæknistjórnun.
Úttekt á stöðu upplýsingatæknimála
Mótun stefnu
Hönnun
Áætlun
Forgangsröðun
Upplýsingatæknistjórnun | Verkefnastjórnun
Á undanförnum árum höfum við tekið þátt í fjölmörgum flóknum verkefnum þar
sem unnið er að stafrænni umbreytingu rekstraraðila. Stærstu verkefnin hafa verið í flokki
viðskiptakerfa en þar höfum við ásamt öðrum birgjum unnið að algjörri uppstokkun.