UPPLÝSINGATÆKNIRÁÐGJÖF

Við veitum viðskiptavinum okkar óháða 
ráðgjöf á sviði upplýsingatæknimála 
og setjum saman sérsniðna lausn sem 
hentar þínu fyrirtæki best. 
SKOÐA NÁNAR

UPPLÝSINGATÆKNISTJÓRI

Sérfræðingur Sessor veitir persónulega
aðstoð  og kemur upplýsingatæknimálum 
í framúrskarandi form svo fullnýta megi 
lausnir og ná bestum árangri.
SKOÐA NÁNAR

FJÁRMÁL OG BÓKHALD

Með fjármála- og bókhaldsþjónustu
 Sessor færðu yfirsýn stjórnandans á
 bókhaldið í rauntíma, með einfaldara
 yfirliti. Þú sparar dýrmætan tíma og
 fyrirhöfn.
SKOÐA NÁNAR

Við vorum afar sátt við þær tillögur sem Sessor kom með og höfum hafið innleiðingu á þeim og teljum að við munum í raun borga upp þær breytingar á innan við 2 árum með hagræðingu í rekstri.

Sigurjón Sigurðsson – Formaður

SJÁ UMSÖGN

Við endurskipulagningu á samstæðu Radix og uppfærslu á upplýsingatæknikerfum stóðum við frammi fyrir ýmsum áskorunum því tengdu. Við fengum Sessor í lið með okkur og mynduðum tæknilega sterkt UT teymi þar sem Sessor veitir faglega forystu á sviði upplýsingatæknimála og er okkar leiðtogi í umbótum og bestun á öllum ferlum tengt upplýsingatæknikerfa okkar.

Halldór Berg Sigfússon – Fjármálastjóri Radix og dótturfélaga

SJÁ UMSÖGN

Að takast á við 20 földun á framleiðslu, innkaupum og flutningum á aðeins örfáum mánuðum hefur verið risavaxið verkefni. Sérfræðingar Sessor hafa komið sterkt inn í þessa vinnu með okkur og hjálpað okkur við að innleiða kerfi til að takast á við verkefnið.

Guðmundur Óskarsson – VP Operations

SJÁ UMSÖGN

Í kjölfar gríðalegs vaxtar á ævintýralega stuttum tíma stóðum við frammi fyrir því að byggja upp viðskiptakerfi og ferla sem styðja við aukin umsvif. Reynsla og þekking sérfræðinga Sessor var okkur ómetanleg í þessari vinnu.

Guðmundur Árnason – CFO

SJÁ UMSÖGN

Frá apríl 2019 hafa ráðgjafar Sessor aðstoðað okkur við endurskipulagningu á fjármáladeild félagsins með áherslu á fullnýtingu kerfa og breyttu verklagi. Frá því að samstarfið hófst hefur HK farið úr því að beita úreltum aðferðum yfir í það að nýta nýjustu tækni sem völ er á í dag. Sessor hefur einnig veitt aðgang að viðskiptalausnum sem auka sjálfvirkni en frekar, með þessum breytingum hefur félagið aukið skilvirkni í rekstri og séð ný tækifæri til hagræðinga.

Hanna Carla Jóhannsdóttir – Framkvæmdastjóri HK

SJÁ UMSÖGN

Sessor býr yfir víðtækri reynslu og djúpri þekkingu á upplýsingatækni, stjórnun fyrirtækja og verkefnastýringum. Þetta ásamt því að þekkja vel alla fjármálaferla og gæðakerfi fyrirtækja hefur reynst Exton ákaflega vel.

Rikharð Sigurðsson – Framkvæmdastjóri

SJÁ UMSÖGN

Það eina sem ég sé að við hefðum átt að gera öðruvísi var að fá Sessor til að koma fyrr að ferlinu, það hefði hjálpað okkur að skilja betur umfangið og verkefnið hefði verið betur skilgreint sem hefði hugsanlega getað sparað okkur tíma og kostnað.

Jóhann Benediktsson – Framkvæmdastjóri

SJÁ UMSÖGN

Sérfræðingar Sessor aðstoðuðu við endurhönnun á verkferlum með það að markmiði að fullnýta tæknilegar lausnir, auka sjálfvirkni og draga úr vinnu. Við erum ákaflega ánægð með útkomuna sem hefur haft jákvæð áhrif á starfsfólkið, bætt verklagið og gefið okkur tækifæri til að sinna öðrum mikilvægum verkefnum.

Gylfi Rútsson – Fjármálastjóri

SJÁ UMSÖGN

Félag okkar hafði verið í innleiðingu á nýju viðskiptakerfi, Business Central og LS Central, sem því miður hafði ekki gengið hnökralaust fyrir sig. Staðan var vægast sagt orðin slæm þegar við kölluðuðum eftir fundi með Sessor. Ég vissi að verkefnið væri ærið og við í raun komin út í miðja á með nokkuð veigamikinn verslunarrekstur. Það létti mikið undir að upplifa þá faglegu nálgun og skilning Sessor á málunum eftir skamman tíma. Þegar búið var að greina heildarmyndina var aðgerðarplan sett í gang með forgangsröðun sem stýrt var af Sessor.

Egill Fannar Reynisson – Framkvæmdastjóri Radix og dótturfélaga

SJÁ UMSÖGN

Vegna mikilla breytinga og nýrra verkefna þá stóð embætti ríkislögreglustjóra frammi fyrir nýjum áskorunum í tölvumálum. Sessor var fengið að borðinu til að fara með hlutlausum hætti yfir núverandi stöðu og leggja til leiðir til framtíðar. Fagleg nálgun og yfirgripsmikil þekking Sessor hefur verið okkur ómetanleg og skipt stofnunina miklu máli við mótun stefnu til framtíðar.

Rannveig Þórisdóttir – Sviðsstjóri Þjónustusviðs

SJÁ UMSÖGN

ÓHÁÐ MEÐ HAGSMUNI VIÐSKIPTAVINA AÐ LEIÐARLJÓSI

Við höfum markað okkur sérstöðu með framúrskarandi og virðisaukandi þjónustu en það sem aðgreinir Sessor ekki síður er stuðningur og eftirfylgni við hvert skref á vegferðinni. Til þess vísar óendanleikatáknið – við stefnum alltaf á langtímasamband.

Infinity-icon-2x-res