Skýr yfirsýn
Fyrirtæki þurfa stöðuga og skýra yfirsýn yfir fjármálin til að taka upplýstar ákvarðanir og viðhalda stöðugleika í rekstri. Skilvirk fjármálastjórnun krefst áreiðanlegra upplýsinga sem gera stjórnendum kleift að bregðast hratt við breytingum og styðja við langtímaþróun.
Sessor veitir fyrirtækjum aðgang að reyndum fjármálastjóra (CFO) sem vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur fyrirtækisins. Með víðtækri reynslu í fjármála- og upplýsingatækniráðgjöf aðlögum við ferla og upplýsingagjöf að þörfum fyrirtækisins til að tryggja árangursríkan og stöðugan rekstur.
Við setjum upp fjárhagsáætlanir í samráði við stjórnendur og tryggjum að þær styðji við stefnu og markmið fyrirtækisins. Regluleg eftirfylgni tryggir að áætlanir haldist og nýtist við ákvarðanatöku.
Skýrslugerð og lykilbreytur (KPI)
Við leggjum áherslu á að stjórnendur hafi skýra yfirsýn yfir fjármálin. Lykilbreytur eru metnar í samráði við stjórnendur til að tryggja að árangursmælingar séu í takt við markmið fyrirtækisins.
Daglegur rekstur
Við sjáum um daglegan rekstur fjármála, þar með talið greiðslu reikninga og eftirfylgni á fjárhagsáætlunum. Þjónustan tryggir að allt gangi snurðulaust fyrir sig svo stjórnendur geti einbeitt sér að öðrum þáttum fyrirtækisins.
Umbætur á ferlum og eftirfylgni
Við hjálpum til við að koma á skilvirkum fjármálaferlum innan fyrirtækisins og tryggjum að ferlar séu í samræmi við lög og reglur. Einnig veitum við eftirfylgni með umbótum sem styðja við aukin gagnagæði og vinnuflæði.
Reynslurík ráðgjöf
Ráðgjafar Sessor hafa margra ára reynslu í ráðgjöf og þjónustu á sviði fjármála og upplýsingatækni. Meginmarkmið okkar er að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu þar sem hagsmunir viðskiptavinarins eru ávallt hafðir að leiðarljósi.