Orðið sessor er skrifað með bláum stöfum á hvítum bakgrunni.

FJÁRMÁLASTJÓRNUN

Kona í svörtum kjól brosir fyrir myndavélinni.

Skýr yfirsýn

Fyrirtæki þurfa stöðuga og skýra yfirsýn yfir fjármálin til að taka upplýstar ákvarðanir og viðhalda stöðugleika í rekstri. Skilvirk fjármálastjórnun krefst áreiðanlegra upplýsinga sem gera stjórnendum kleift að bregðast hratt við breytingum og styðja við langtímaþróun.


Hjá Sessor bjóðum við upp á fjármálastjóraþjónustu (CFO) sem vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur. Með víðtækri reynslu í fjármála- og upplýsingatækniráðgjöf aðlögum við ferla og upplýsingagjöf að þörfum fyrirtækisins til að tryggja árangursríkan og stöðugan rekstur.

Við vinnum náið með þínu fyrirtæki til að móta stefnu sem tekur mið af langtíma markmiðum og raunhæfum fjármálaáætlunum. Þetta tryggir stöðugan vöxt og skilvirka nýtingu fjármagns.

Skýrslugerð og lykilbreytur (KPI)

Við leggjum áherslu á að stjórnendur hafi skýra yfirsýn yfir fjármálin. Lykilbreytur eru metnar í samráði við stjórnendur til að tryggja að árangursmælingar séu í takt við markmið fyrirtækisins.

Daglegur rekstur

Við sjáum um daglegan rekstur fjármála, þar með talið greiðslu reikninga og eftirfylgni á fjárhagsáætlunum.  Þjónustan tryggir að allt gangi snurðulaust fyrir sig svo stjórnendur geti einbeitt sér að öðrum þáttum fyrirtækisins.

Umbætur á ferlum og eftirfylgni

Við hjálpum til við að koma á skilvirkum fjármálaferlum innan fyrirtækisins og tryggjum að ferlar séu í samræmi við lög og reglur. Einnig veitum við eftirfylgni með umbótum sem styðja við aukin gagnagæði og vinnuflæði.

Reynslurík ráðgjöf

Ráðgjafar Sessor hafa margra ára reynslu í ráðgjöf og þjónustu á sviði fjármála og upplýsingatækni. Meginmarkmið okkar er að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu þar sem hagsmunir viðskiptavinarins eru ávallt hafðir að leiðarljósi.

Hafa samband
Karl og kona eru að horfa á spjaldtölvu saman.
Share by: