
hjartað í nútímarekstri
Upplýsingatækni er grundvallarþáttur í nútímarekstri og hefur áhrif á alla þætti starfseminnar – frá rekstraröryggi og verklagi til gagnaflæðis og þjónustuupplifunar. Hún gegnir vaxandi hlutverki í að tryggja samfellu í rekstri, uppfylla kröfur um rekjanleika og styðja við þróun og nýtingu tæknilausna í takt við þarfir fyrirtækja.
Sessor veitir faglega þjónustu á sviði upplýsingatækni þar sem fólk, tækni og verklag mynda eina heild. Við bjóðum upplýsingatæknistjórnun, rekstrar- og tækniþjónustu og verkefnastýringu. Hvort sem um er að ræða daglegt utanumhald, reglubundið eftirlit eða afmarkaða stýringu á flóknum innleiðingum, þá tryggjum við að tæknin styðji bæði við daglegan rekstur og langtímamarkmið.
Upplýsingatæknistjóri til leigu
Fagleg stjórnun fyrir tæknilega stefnumótun og framkvæmd.
Rekstrar- og tækniþjónusta
Tryggjum öruggan og stöðugan rekstur tæknilausna með eftirliti, viðhaldi og ráðgjöf.
Verkefnastýring
Stjórn á tækniverkefnum frá hugmynd til verkloka – með áherslu á árangur og festu.
Fylgir þú
tækniþróuninni?
Þjónustan gerir viðskiptavinum Sessor kleift að fylgja örri tækniþróun og nýta sér nýjustu tækni til að efla starfsemina.
Með því að nýta sér þjónustu okkar geta rekstraraðilar einbeitt sér að sinni kjarnastarfsemi með fullvissu um að baklandið er í traustum höndum.