Upplýsingatækni er kjarninn í nútímarekstri og gegnir lykilhlutverki við að hámarka skilvirkni, öryggi og samkeppnishæfni fyrirtækja. Í upplýsingatækninni sameinast tækni, kerfi og lausnir sem gera rekstraraðilum kleift að þróa og innleiða nýjar hugmyndir, auka rekstrarhraða og bæta upplifun viðskiptavina.
Til að mæta þörfum fyrirtækja sem vilja nýta sér háþróaðar tæknilausnir en hafa ekki innri auðlindir til að stjórna þeim, bjóðum við upp á upplýsingatæknistjóra til leigu. Þessi þjónusta veitir fyrirtækjum aðgang að sérfræðikunnáttu og reynslu í upplýsingatæknistjórnun, án þess að þurfa að ráða í fasta stöðu. Þetta er hagkvæm leið til að tryggja að tæknilegir þættir rekstursins séu í öruggum höndum.
Rekstrar- og tækniþjónusta tryggir stöðugan og öruggan rekstur upplýsingakerfa fyrirtækja. Með reglubundnu eftirliti, viðhaldi og öryggisráðstöfunum sjáum til þess að allar tæknilausnir virki eins og þær eiga að gera.
Verkefnastjórnun í upplýsingatækniverkefnum er enn eitt svið sem við sinnum með þekkingu og fagmennsku. Í hverju verkefni leggjum við áherslu á skýra ferla, markvissa áætlunargerð og nákvæma útfærslu sem tryggir að verkefnin nái tilsettum markmiðum innan tímaramma og fjárhagsáætlunar. Með þessari nálgun veitum við fyrirtækjum möguleika á að ná hámarksárangri í upplýsingatækniverkefnum sínum.
Þjónustan gerir viðskiptavinum Sessor kleift að fylgja örri tækniþróun og nýta sér nýjustu tækni til að efla starfsemina.
Með því að nýta sér þjónustu okkar geta rekstraraðilar einbeitt sér að sinni kjarnastarfsemi með fullvissu um að baklandið er í traustum höndum.