Upplýsingatæknistjóri til leigu (CIO) er þjónusta sem tekur heildstætt stjórn á öllu sem lýtur að upplýsingatækni fyrir rekstraraðila. Upplýsingatæknistjóri styður jafnt við stjórnendur og starfsfólk, bæði hvað varðar tækni og verklag. Upplýsingatækni er lykilþáttur í nútíma rekstri og með upplýsingatæknistjóra til leigu gefst rekstraraðilum frábært tækifæri til að koma þeim málum í öruggan farveg. Sessor útvegar sérfræðinga en stýrir jafnframt því starfsfólki rekstraraðila sem starfar á þessu sviði.
Viðskiptavinir okkar njóta sveigjanlegrar og óháðrar ráðgjafar sem hjálpar þeim að taka stafrænum framförum og auka hagkvæmni í rekstrinum.
Við greinum núverandi tækniumhverfi, mótum stefnu og veljum lausnir sem henta þínum rekstri. Með skýru utanumhaldi og réttri tækni hjálpum við þér að þróa öfluga innviði.