Stjórn, stefna og stafræn framkvæmd
Upplýsingatækni er lykilstoð í nútímarekstri. Hún snertir dagleg vinnubrögð, flæði upplýsinga, gagnaöryggi og ákvarðanatöku og hefur bein áhrif á getu fyrirtækja til að vaxa, þróast og stýra áhættu.
Upplýsingatæknistjóri frá Sessor veitir fyrirtækjum faglega og markvissa stýringu á upplýsingatæknimálum – hvort sem um er að ræða endurskipulag, dreifða ábyrgð eða einfaldlega vilji til að ná betri tökum á flóknum ferlum. Hjá Sessor sameinum við djúpa þekkingu, agað verklag og skýra sýn á hvernig upplýsingatækni tengist rekstrarlegum markmiðum.
Við tökum virkan þátt í stefnumótun og vinnum þétt með stjórnendum og lykilfólki að því að móta áherslur, forgangsraða verkefnum og tryggja að tæknin styðji við markmið rekstursins.
Helstu verkefni
upplýsingatæknistjóra
- Úttekt á núverandi stöðu upplýsingatæknimála og þörfum
- Mótun og innleiðing upplýsingatæknistefnu sem samræmist fyrirtækjamenningu og markmiðum
- Heildarhönnun tæknilegs umhverfis
- Skýrir vegvísar og utanumhald verkefna
- Stjórnun og rekstur tæknilegra innviða
- Val á réttum tæknilausnum og birgjum sem mæta þörfum og hagræðingu
- Samningar við birgja
- Greiningar á ferlum og tillögur að úrbótum
- Sjálfvirknivæðing ferla til að auka hagkvæmni og skilvirkni
- Samþætting mismunandi lausna og verkfæra til að tryggja heildstætt yfirlit yfir reksturinn
- Stuðningur við stjórnendur í tæknilegum ákvörðunum og stefnumótun
Tækni sem samræmist ykkar markmiðum
Með upplýsingatæknistjóra frá Sessor færðu utanumhald, stefnu og framkvæmd sem tengist beint markmiðum fyrirtækisins. Við hjálpum þér að tryggja öflugar og markvissar lausnir sem styðja við reksturinn – í dag og til framtíðar.