Orðið sessor er skrifað með bláum stöfum á hvítum bakgrunni.


UM SESSOR

Karl og kona eru að horfa á spjaldtölvu saman.
Kona með gleraugu situr við borð og notar fartölvu.

Brúum bilið milli

reksturs og tækni


Sessor er óháð ráðgjafa- og þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatæknilausna. Við leggjum áherslu á að brúa bilið milli rekstraraðila og upplýsingatæknilausna með það að markmiði að auka sjálfvirkni, bæta rekstraröryggi og lækka heildarrekstrarkostnað. Við náum þessum markmiðum með því að beita margra ára reynslu í rekstri og tækni, straumlínulöguðum ferlum og áhrifaríkri nýtingu tæknilegra lausna.

Sérhæfing okkar

Kjarni sérfræðiþekkingar okkar liggur í heildarhönnun stoðþjónustu og tækniumhverfis fyrir rekstraraðila.

  • Þróa aðferðir sem samræmast sérþörfum rekstraraðila.
  • Velja bestu mögulegu lausnir og samstarfsaðila fyrir hvert verkefni.
  • Haga samningagerð með hagkvæmni að leiðarljósi.
  • Stýra innleiðingu lausna til að tryggja árangur og samhæfingu við starfsemi viðskiptavina.
  • Skapa fullnægjandi skjölun sem stuðlar að gagnsæi og auðveldar viðhald.
  • Tryggja trausta og áreiðanlega rekstrarumgjörð fyrir upplýsingatæknilausnir.


HLUTI AF ÞÍNUM VINNUSTAÐ

Hjá Sessor erum við meira en bara þjónustuaðili; við verðum hluti af þínu teymi. Með því að vinna náið með þér og þínu fyrirtæki, verðum við virkur þátttakandi í starfseminni og höfum alltaf þína hagsmuni að leiðarljósi. Lausnirnar okkar eru hannaðar til að uppfylla þarfir þínar og fyrirtækisins með það að markmiði að veita stuðning sem leiðir til árangurs og vaxtar.

Share by: