Orðið sessor er skrifað með bláum stöfum á hvítum bakgrunni.


STJÓRNARSETA

Kona í svörtum kjól brosir fyrir myndavélinni.

Hagræðing og Tæknileg Leiðsögn

Mikilvægi tæknilegrar þekkingar í stjórnum rekstraraðila hefur vaxið verulega á síðastliðnum árum. Nú standa flest fyrirtæki frammi fyrir stafrænum umbreytingum með áherslu á hagræðingu í rekstri.


Við bjóðum fram faglega og árangursdrifna einstaklinga til stjórnarsetu þar sem tæknilegar áskoranir bíða úrlausna. Við höfum á að skipa einstaklingum sem búa yfir mikilli reynslu í rekstri og með framúrskarandi tæknilegan bakgrunn. Við sinnum flóknum tæknilegum verkefnum daglega og þekkjum vel leiðina að aukinni sjálfvirknivæðingu og nauðsynlegu jafnvægi tæknilegra lausna á móti einstaklingum.


Á síðustu árum höfum við leitt fjölmarga rekstraraðila í gegnum stafrænar umbreytingar þar sem allt upplýsingatækniumhverfið hefur verið endurskipulagt á heildstæðan hátt.

quotesArtboard 1 copy 2

Stundum er sagt er að “retail is detail” því höfum við áfram átt náið samstarf með Sessor þar sem við fengum þau til þess að stýra upplýsingatæknisviði okkar sem og koma að framkvæmdastjórn okkar félags. Það segir allt um trú okkar og traust á Sessor.

Maður í svartri skyrtu og blárri peysu horfir í myndavélina.

Egill Fannar Reynisson

Framkvæmdarstjóri Radix og dótturfélaga

Hvar liggja áherslur okkar?

01

Óháð ráðgjöf

Við setjum hagsmuni viðskiptavina okkar í fyrirrúm og tryggjum óháða ráðgjöf.

02

Framúrskarandi hæfni

Við bjóðum aðeins fram einstaklinga með framúrskarandi reynslu og menntun.

03

Traust og fagleg vinnubrögð

Við vinnum ávallt með fagmennsku og trausti að leiðarljósi.

04

Heiðarleiki, ástríða og árangur

Við störfum af heiðarleika, drifin áfram af ástríðu með fókus á að ná framúrskarandi árangri fyrir viðskiptavini okkar.

Maður í jakkafötum skrifar á stóran skjá.

Fyrir hverja henta stjórnarmenn frá okkur?

  • Rekstraraðila sem standa frammi fyrir miklum fjárfestingum í tæknilegum innviðum.


  • Rekstraraðila sem vilja hagræða í rekstri með fullnýtingu tæknilegra lausna.


  • Rekstraraðila sem þurfa að yfirfara alla helstu verkferla í stoðþjónustum með hagræðingu í huga.

Fagleg tæknistjórnun

Okkar stjórnarmenn koma með reynslu og sérfræðiþekkingu sem tryggir að mikilvægar ákvarðanir byggi á traustum grunni. Með sterkri stjórnarsetu getum við hjálpað til við að móta framtíðarsýn fyrirtækisins og styðja við stöðugan rekstur og stefnumótun.

Hafa samband
Maður í blárri skyrtu er að nota fartölvu.
Share by: