Orðið sessor er skrifað með bláum stöfum á hvítum bakgrunni.
Blá skuggamynd af fótspori á hvítum bakgrunni.

BUSINESS CENTRAL INSIGHTS

Bókstafurinn k er í hring á hvítum grunni.

Innsýn í rekstrargögn

Business Central Insights veitir skýra og aðgengilega innsýn í rekstur með yfir 400 Power BI skýrslum og 1000 mælikvörðum. Lausnin nær yfir lykilsvið eins og sölu, fjármál, birgðir og sjóðstreymi og gerir fyrirtækjum kleift að taka upplýstar ákvarðanir með rauntímagögnum  – án handvirkrar úrvinnslu.



Sjálfvirk greining dregur fram lykilupplýsingar á augabragði, sem einfaldar yfirsýn og eykur nákvæmni í ákvarðanatöku. Þetta er hagkvæm lausn sem skilar öflugri innsýn, sparar tíma og dregur úr kostnaði við úrvinnslu gagna.

Lausnin býður upp á rauntímagreiningar á öllum gögnum sem gefur fyrirtækjum möguleika á að taka upplýstar ákvarðanir strax. Engin bið eftir uppfærslum eða handvirkri gagnaúrvinnslu – allt gerist á augabragði.

Auðskiljanlegt yfirlit

Notendavænt viðmót tryggir að lykilgögn séu aðgengileg og einföld í framsetningu sem gerir flókin gögn aðgengileg öllum í fyrirtækinu.

Aðlagast ykkar þörfum

Greiningartólið leyfir þér að aðlaga innsýnir og skýrslur eftir því hvað skiptir þitt fyrirtæki mestu máli, þannig að þú sérð það sem er mikilvægast á hverjum tíma.

Viltu vita meira?

Við erum hér til að finna lausn sem hentar þér. Við bjóðum frían kynningarfund – hafðu samband og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.

Hafa samband
Karl og kona eru að horfa á spjaldtölvu saman.
Share by: