Að greina núverandi ferla og endurhanna þá miðað við nútímakröfur er ferli sem oft er sleppt í upplýsingatækniverkefnum. Þetta tekur oft grunninn út úr verkefnum og minnkar líkur á árangursríkri niðurstöðu.
Í kjölfar endurhönnunar er mikilvægt að útbúa upplýsinga- og tilboðsgögn fyrir mögulega birgja til að tryggja skilning þeirra á væntingum verkkaupa ásamt því að stuðla að gagnsæi, réttlæti og samkeppni í valferlinu. Með slíkri vinnu er stórt skref stigið til að draga úr líkum á væntingamun og ágreiningi sem oft fylgir upplýsingatækniverkefnum þar sem ekki er rétt staðið að heildarferlinu.
Við beitum sérfræðiþekkingu okkar til að endurhanna upplýsingatæknilausnir og útbúa tilboðsgögn. Röng tilboðsgögn geta valdið ágreiningi og ófullnægjandi lausnum. Með því að endurskoða ferla vandlega áður en farið er í kerfisinnleiðingu tryggjum við traustan grunn og árangur.