Orðið sessor er skrifað með bláum stöfum á hvítum bakgrunni.

ENDURHÖNNUN OG TILBOÐSGÖGN

Kona heldur á spjaldtölvu í hendinni og brosir.

Grunnurinn að velgengni

Að greina núverandi ferla og endurhanna þá miðað við nútímakröfur er ferli sem oft er sleppt í upplýsingatækniverkefnum. Þetta tekur oft grunninn út úr verkefnum og minnkar líkur á árangursríkri niðurstöðu.


Í kjölfar endurhönnunar er mikilvægt að útbúa upplýsinga- og tilboðsgögn fyrir mögulega birgja til að tryggja skilning þeirra á væntingum verkkaupa ásamt því að stuðla að gagnsæi, réttlæti og samkeppni í valferlinu. Með slíkri vinnu er stórt skref stigið til að draga úr líkum á væntingamun og ágreiningi sem oft fylgir upplýsingatækniverkefnum þar sem ekki er rétt staðið að heildarferlinu.

vegvísir vel

heppnaðra verkefna

  1. Forgreining á núverandi lausnum og verklagi
  2. Endurhönnun út frá nútímahögun og getu lausnanna
  3. Upplýsinga- og tilboðsgögn útbúin. Mögulegir birgjar auðkenndir
  4. Samanburður tillagna og tilboða. Val á aðalbirgja ásamt öðrum birgjum
  5. Uppsetningar á lausnum
  6. Sérsmíði, prófanir og samþættingar
  7. Skjölun og endurþjálfun
  8. Gagnaflutningur
  9. Uppsagnir á eldri samningum eða breytingar
  10. Gangsetning. Nýjar lausnir og verkferlar taka við
  11. Frágangur á eldri lausnum
  12. Stuðningur og eftirfylgni. Sjálfvirkni í ferlum aukin
  13. Verklok
Hópur fólks situr í kringum borð með fartölvu.
Karl og kona eru að horfa á spjaldtölvu saman.

Tryggjum árangur

Við beitum sérfræðiþekkingu okkar til að endurhanna upplýsingatæknilausnir og útbúa tilboðsgögn. Röng tilboðsgögn geta valdið ágreiningi og ófullnægjandi lausnum. Með því að endurskoða ferla vandlega áður en farið er í kerfisinnleiðingu tryggjum við traustan grunn og árangur.

Hafa samband
Share by: