Orðið sessor er skrifað með bláum stöfum á hvítum bakgrunni.


FRESHDESK

Blá skuggamynd af fótspori á hvítum bakgrunni.
Grænn hringur með hvítu heyrnartólatákni inni í honum.

Hagkvæmt þjónustukerfi


Freshdesk er skýjabundið þjónustukerfi sem veitir fyrirtækjum miðlæga lausn til að stjórna samskiptum við viðskiptavini og leysa þjónustumál á einum stað. Kerfið sameinar fyrirspurnir og beiðnir frá viðskiptavinum í gegnum mismunandi rásir, svo sem tölvupóst, síma, spjall og samfélagsmiðla í eitt miðlægt kerfi.


Freshdesk gefur heildræna yfirsýn yfir öll þjónustumál og samskipti, sem gerir starfsfólki kleift að veita samræmda og persónulega þjónustu. Þessi lausn eykur ekki aðeins ánægju viðskiptavina heldur bætir einnig skilvirkni innan fyrirtækisins með betri verkferlum og sterkari samvinnu milli teyma.

Samþætt samskipti og betri samvinna

Freshdesk sameinar öll samskiptaleiðir á einn miðlægan vettvang, sem auðveldar svörun, samstarf og afleysingar í þjónustuteymum.

Sjálfvirkni og eftirfylgni

Kerfið gerir kleift að úthluta verkefnum sjálfvirkt, forgangsraða fyrirspurnum og fylgjast með frammistöðu í rauntíma. Sjálfvirkar reglur og áminningar tryggja að engin beiðni gleymist.

Viðskiptavinasaga og yfirsýn

Öll samskiptasaga við viðskiptavini er geymd á einum stað, sem veitir teymum innsýn í fyrri samskipti og stuðlar að persónulegri og betri þjónustu.

Aðgangsstýring og sérsniðin stjórnborð

Hægt er að skilgreina aðgangsheimildir og hlutverk starfsfólks eftir þörfum, sem tryggir að starsfólk hafi aðgang að viðeigandi upplýsingum.

Mælaborð með rauntímayfirsýn

Sérsniðin mælaborð veita stjórnendum og teymum hraða innsýn í stöðu beiðna, frammistöðu og þjónustugæði í rauntíma.

Viðskiptavinagátt og innsýn í stöðu mála

Viðskiptavinir geta fylgst með stöðu beiðna, svarað beint og skoðað fyrri samskipti á einum stað.

Viltu bæta þjónustuna þína?

Við hjálpum fyrirtækjum að skipuleggja, einfalda og bæta þjónustuferla með Freshdesk.

Hafðu samband og við finnum lausn sem hentar þínu fyrirtæki.

Hafa samband

Share by: