Hagkvæmt þjónustukerfi
Freshdesk er skýjalausn sem veitir fyrirtækjum miðlæga stjórnun á samskiptum við viðskiptavini og afgreiðslu þjónustumála. Kerfið sameinar fyrirspurnir úr tölvupósti, síma, spjalli og samfélagsmiðlum á einum stað.
Með heildrænni yfirsýn geta starfsmenn brugðist hraðar við málum, unnið betur saman og veitt viðskiptavinum samræmda og persónulega þjónustu. Freshdesk eykur þannig ánægju viðskiptavina, einfaldar verkferla og bætir skilvirkni innan fyrirtækisins.
Freshdesk sameinar öll samskiptaleiðir á einn miðlægan vettvang sem auðveldar svörun, samstarf og afleysingar í þjónustuteymum.
Sjálfvirkni og eftirfylgni
Kerfið gerir kleift að úthluta verkefnum sjálfvirkt, forgangsraða fyrirspurnum og fylgjast með frammistöðu í rauntíma. Sjálfvirkar reglur og áminningar tryggja að engin beiðni gleymist.
Samskiptasaga
Öll samskiptasaga við viðskiptavini er geymd á einum stað sem veitir teymum innsýn í fyrri samskipti og stuðlar að persónulegri og betri þjónustu.
Aðgangsstýring
Hægt er að skilgreina aðgangsheimildir og hlutverk starfsfólks eftir þörfum, sem tryggir að starsfólk hafi aðgang að viðeigandi upplýsingum.
Mælaborð
Sérsniðin mælaborð veita stjórnendum og teymum hraða innsýn í stöðu beiðna, frammistöðu og þjónustugæði í rauntíma.
Viðskiptavinagátt
Viðskiptavinir geta fylgst með stöðu beiðna, svarað beint og skoðað fyrri samskipti á einum stað.
Viltu bæta þjónustuna?
Við hjálpum fyrirtækjum að skipuleggja, einfalda og bæta þjónustuferla með Freshdesk. Hafðu samband og við finnum lausn sem hentar þínu fyrirtæki.