Orðið sessor er skrifað með bláum stöfum á hvítum bakgrunni.


STEFNUR SESSOR

Kona með gleraugu heldur á kaffibolla.

Við erum óháð ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki sem býr yfir leiðandi þekkingu á samspili fullnýtingar tæknilegra lausna, verklags og árangurs í rekstri. Hér að neðan er hægt að sjá stefnur okkar í einstaka þáttum.

Stefna Sessor er að verða leiðandi fyrirtæki á sviði ráðgjafar og þjónustu í upplýsingatækni. Lykillinn að því byggir á að fá til liðs við okkur framúrskarandi starfsfólk sem vill taka þátt í að byggja upp heiðarlegt, ástríðufullt og árangursdrifið fyrirtæki.


Stefnan er sett fram til að vera hvatning fyrir starfsfólk og stjórnendur til að skapa faglegt, krefjandi og fjölskylduvænt starfsumhverfi. Með framtíðarstefnu félagsins að leiðarljósi, jákvæðum samskiptum og góðum starfsanda eflumst við sem einstaklingar og lið en þannig náum við settum markmiðum. 


Mannauðsstefna okkar skiptist í eftirfarandi þætti:


VINNAN OG UMHVERFI


  • Við vinnum faglega og gætum fyllsta öryggis í öllum okkar störfum
  • Við veitum fyrsta flokks þjónustu og komum fram af virðingu
  • Við hugum að umhverfisáhrifum og reynum að lágmarka þau
  • Við hugum að heilsunni og hvetjum hvort annað á uppbyggilegan hátt

SAMVINNA OG FÉLAGSLÍF


  • Við berum virðingu hvert fyrir öðru og vinnum saman sem ein liðsheild
  • Einelti og annað persónulegt áreiti er ekki liðið
  • Fyrirtækið og starfsmenn standa saman að rekstri starfsmannafélags
  • Fjölskyldur okkar eru þátttakendur í viðburðum starfsmannafélagsins

UPPLÝSINGAMIÐLUN OG STARFSMANNAMÁL


  • Boðleiðir eru skýrar og samskipti eru opin og heiðarleg
  • Gagnvirk upplýsingagjöf er á milli starfsfólks og stjórnenda
  • Við viljum laða að okkur hæfa og metnaðarfulla einstaklinga
  • Faglega er staðið að ráðningum

STJÓRNUN OG STARFSKJÖR


  • Gott aðgengi er að stjórnendum sem veita uppbyggilega endurgjöf
  • Sveigjanleiki er milli starfsfólks og stjórnenda
  • Við bjóðum árangurstengd starfskjör og tryggjum jafnrétti
  • Við erum ábyrg í rekstri og leggjum áherslu á starfsöryggi


Stefna Sessor um meðferð persónuupplýsinga hlítir lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hún gildir um allar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem fyrirtækið kann að safna í viðskiptum sínum eða með öðrum hætti.


Sessor hefur persónuvernd og öryggi gagna að leiðarljósi í meðferð allra upplýsinga um viðskiptavini sína ásamt þeim persónuupplýsingum sem unnið er með frá viðskiptavinum eða öðrum.   Sessor mun ekki miðla persónuupplýsingum sem skráðar hafa verið til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.


Leitast er við að takmarka vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga og aldrei er safnað ónauðsynlegum upplýsingum um viðskiptavini né starfsfólk.


HVAÐ NOTAR SESSOR TIL AÐ SAFNA UPPLÝSINGUM?


  • Vefur Sessor er í vefumsjónarkerfinu WordPress.
  • Sessor notar Google Analytics til vefmælinga. Í gegnum það eru ýmis atriði skráð eins og tími heimsókna á vefinn, dagsetning, gerð tækis, vafra og stýrikerfis.
  • Sessor notar póstforritið Mailchimp til að senda viðskiptavinum upplýsingar um tilboð og fréttir af félaginu.
  • Við notum vafrakökur (e. cookies) og þegar þú smellir á „Samþykki skilmála“ ertu að leyfa okkur að nota þær.

RÉTTUR ÞINN


  • Þú átt rétt á að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem við kunnum að hafa um þig. Þú getur líka í sumum tilvikum átt rétt á að upplýsingar verði leiðréttar eða þeim eytt.
  • Ef þú vilt fá upplýsingar um persónugreinanlegar upplýsingar sem við kunnum að hafa um þig getur sent okkur tölvupóst á personuvernd@sessor.is 


Sessor er þjónustufyrirtæki sem leggur ríka áherslu á að veita viðskiptavinum sínum faglega og hraða þjónustu. Öll starfsemi félagsins snýr að nánu samstarfi við viðskiptavini og birgja. Þjónustustefna Sessor skiptist í fimm meginþætti en þeir eiga að tryggja góða og skilvirka þjónusta við viðskiptavini:

  • Viðskiptavinurinn og hagsmunir hans eru ávallt hafðir í öndvegi
  • Skýr forgangsröðun verkefna er alltaf til staðar
  • Við fylgjum verkefnum okkar vel eftir
  • Við hröðum þjónustu eins og kostur er
  • Tekið er heiðarlega á málum og við viðurkennum mistök

Sessor leggur áherslu á að vernda gögn og aðrar upplýsingar eins vel og kostur er og í fyllsta samræmi við fyrirmæli viðskiptavina og yfirvalda.


Markmið okkar er skýrt: að vernda upplýsingar Sessor og viðskiptavina á skilvirkan hátt ásamt því að tryggja samfelldan rekstur og lágmarka rekstraráhættu. Lögð er áhersla á að varðveita trúnað ásamt því að tryggja að upplýsingar séu ávallt tiltækar þannig að þær nýtist sem best.

Share by: