Orðið sessor er skrifað með bláum stöfum á hvítum bakgrunni.
Maður í fléttum skyrtu með gult band um hálsinn

Johann Benediktsson

Framkvæmdarstjóri Rubix

Rubix

Í ársbyrjun 2018 var ákveðið að innleiða nýjan viðskiptahugbúnað hjá Rubix Ísland og eftir forvalsferli var valin lausn og þjónustuaðili. Mér var það fljótlega ljóst að við myndum ekki ráða við þá vinnu ein að vinna á móti þjónustuaðilanum. Við yrðum að fá hjálp við verkefnastjórnun, ferlaþróun og annað sem myndi koma upp. Ég hafði samband við Sessor eftir að hafa leitað eftir aðilum sem gætu hjálpað okkur.


Sú þekking og reynsla sem við fengum með tilkomu Sessor var okkur nauðsynleg og er mér það ljóst að við hefðum aldrei komist í gengum verkefnið án hennar. Við náðum að standa við lykildagsetningar og skila verkefninu á áætlun að mestu leyti. Það þurfti að forgangsraða og endurskipuleggja á leiðinni, en það var gert þannig að það hafði ekki áhrif á lokaniðurstöðuna.


Eftir fyrsta áfanga þá hefur Sessor verkstýrt fleiri innleiðingum og aðlögunarverkefnum fyrir okkur, bæði við móðurfélagið sem og við okkar viðskiptavini. Öll þessi verkefni ganga út á það að auka framlegð hvers starfsmanns og færa okkur ásamt viðskipavinum okkar sparnað í tíma og kostnaði.


Að lokum vil ég minnast á helstu styrkleika Brynjar Gunnlaugssonar sem annaðist vinnuna fyrir Sessor en hann var fljótur að sjá heildarmyndina, skilja ferla og ganginn í fyrirtækinu, vinna með hagsmunaaðilum, koma með ábendingar um hvað betur mætti fara og að passa að yfirfæra þekkingu sína til starfsmanna sem tóku við keflinu.


Það eina sem ég sé að við hefðum átt að gera öðruvísi var að fá Sessor til að koma fyrr að ferlinu, það hefði hjálpað okkur að skilja betur umfangið og verkefnið hefði verið betur skilgreint sem hefði hugsanlega getað sparað okkur tíma og kostnað.

Eftir Lena Brynjarsdóttir 5. mars 2025
Við erum spennt að tilkynna opnun nýrrar starfsstöðvar í Vestmannaeyjum. Með því styrkjum við þjónustu okkar fyrir fyrirtæki í Eyjum og á Suðurlandi og veitum betra aðgengi að sérhæfðri ráðgjöf í fjármálum, bókhaldi og upplýsingatækni. Starfsstöðin verður í Þekkingarsetrinu í Vestmannaeyjum, og við erum stolt af því að Björg Hjaltested hefur gengið til liðs við okkur sem rekstrarstjóri starfsstöðvarinnar. Hún mun leiða starfsemina og styðja fyrirtæki á svæðinu með sérhæfðri ráðgjöf og lausnum sem styrkja fjármálastjórnun og tryggja skilvirkara flæði upplýsinga í rekstri.
Arna Dan Guðlaugsdóttir
Eftir Lena Brynjarsdóttir 17. febrúar 2025
Sessor eflir þjónustu sína í aðfangastýringu með ráðningu Örnu Guðlaugsdóttur. Arna hefur víðtæka reynslu af innkaupaferlum, birgðastýringu og vöruhúsarekstri og hefur starfað hjá fyrirtækjum á borð við Controlant, Bioeffect og Krónuna. Þar hefur hún unnið með alla þætti aðfangastýringar, allt frá stefnumótun, innkaupaáætlunum til rekstrar vöruhúsa og nýtingar birgða. Þekking hennar á ferlastýringu, sjálfvirknivæðingu og gagnaöflun í rekstri fellur vel við þjónustu Sessor og styður við þróun lausna sem auka skilvirkni og bæta rekstraryfirsýn viðskiptavina.
Eftir Lena Brynjarsdóttir 8. nóvember 2024
Nýtt ár býður upp á einstakt tækifæri til að staldra við og skoða hvernig tæknin styður við daglegan rekstur fyrirtækisins. Eru kerfin og verkfærin að mæta þörfum okkar eða er eitthvað sem mætti fínstilla til að gera vinnuflæðið einfaldara og skilvirkara? Stundum er besta leiðin að bæta það sem þegar er til staðar, en í sumum tilvikum er rétt að skoða hvort nýjar lausnir gætu hjálpað betur við að ná settum markmiðum.
Karl og kona sitja við borð og horfa á blað.
30. maí 2024
Á síðustu árum hefur útvistun upplýsingatæknistjóra (CIO - Chief Information Officer) og annarra stjórnendastaða orðið síalgengari. Með sívaxandi kröfum um tækninýjungar og öryggi leita mörg fyrirtæki leiða til að hámarka skilvirkni og lágmarka kostnað. Útvistun upplýsingatæknistjóra hefur reynst vera áhrifarík lausn í þessu samhengi...
Sjá meira

Viltu vita meira?

Við erum hér til að finna lausn sem hentar þér. Við bjóðum frían kynningarfund – hafðu samband og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.

Hafa samband
Karl og kona eru að horfa á spjaldtölvu saman.

Umsagnir

Lógó fyrir radix er sýnt á hvítum bakgrunni.
9. júlí 2023
Fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki er það mikil áskorun að geta fylgst með og haldið í við þá þróun sem á sér stað upplýsingatækni og viðhaldi kerfa. Mikil sérþekking á...
Hk lógóið er í bláum hring á hvítum grunni.
11. ágúst 2021
Frá apríl 2019 hafa ráðgjafar Sessor aðstoðað okkur við endurskipulagningu á fjármáladeild félagsins með áherslu á fullnýtingu kerfa og breyttu verklagi. Frá því að samstarfið hófst hefur HK farið úr...
Blátt og hvítt lógó fyrir rikislogreustjori
22. júlí 2021
Vegna mikilla breytinga og nýrra verkefna þá stóð embætti Ríkislögreglustjóra frammi fyrir nýjum áskorunum í tölvumálum. Sessor var fengið að borðinu til að fara með hlutlausum hætti yfir núverandi stöðu...
Share by: