Sessor eflir þjónustu sína í aðfangastýringu með ráðningu Örnu Dan Guðlaugsdóttur. Arna hefur víðtæka reynslu af innkaupaferlum, birgðastýringu og vöruhúsarekstri og hefur starfað hjá fyrirtækjum á borð við Controlant, Bioeffect og Krónuna. Þar hefur hún unnið með alla þætti aðfangastýringar, allt frá stefnumótun, innkaupaáætlunum til rekstrar vöruhúsa og nýtingar birgða. Þekking hennar á ferlastýringu, sjálfvirknivæðingu og gagnaöflun í rekstri fellur vel við þjónustu Sessor og styður við þróun lausna sem auka skilvirkni og bæta rekstraryfirsýn viðskiptavina.
Sessor veitir óháða ráðgjöf í aðfangastýringu sem styður við fyrirtæki að innleiða lausnir sem raunverulega styðja við rekstrarþörf þeirra og hámarkar árangur. Arna bætist við teymið með dýrmæta þekkingu á Microsoft Dynamics 365 Business Central og lausnum frá Insight Works, sem eru hluti af leiðandi kerfum á markaðnum í dag. Þekking hennar á þessum lausnum fellur vel að sérhæfingu Sessor í að hjálpa fyrirtækjum að velja og nýta tæknilausnir sem skila mælanlegum ávinningi.
"Ég er þakklát fyrir þetta tækifæri og spennt að nýta reynslu mína og þekkingu til að styðja viðskiptavini Sessor við uppbyggingu skilvirkrar aðfangastýringar. Reynslan hefur sýnt mér að skýr stefna, markvissir ferlar og áreiðanleg gögn eru lykillinn að árangursríkum rekstri. Ég hlakka til að vinna með öflugu teymi Sessor að lausnum sem hámarka nýtingu auðlinda og styrkja rekstrargrunn viðskiptavina okkar," segir Arna.
Við erum hér til að finna lausn sem hentar þér. Við bjóðum frían kynningarfund – hafðu samband og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.