Skrifstofurými til leigu


Við erum spennt að tilkynna opnun nýrrar starfsstöðvar í Vestmannaeyjum. Með því styrkjum við þjónustu okkar fyrir fyrirtæki í Eyjum og á Suðurlandi og veitum betra aðgengi að sérhæfðri ráðgjöf í fjármálum, bókhaldi og upplýsingatækni.
Starfsstöðin verður í Þekkingarsetrinu í Vestmannaeyjum, og við erum stolt af því að Björg Hjaltested hefur gengið til liðs við okkur sem rekstrarstjóri starfsstöðvarinnar. Hún mun leiða starfsemina og styðja fyrirtæki á svæðinu með sérhæfðri ráðgjöf og lausnum sem styrkja fjármálastjórnun og tryggja skilvirkara flæði upplýsinga í rekstri.

Sessor eflir þjónustu sína í aðfangastýringu með ráðningu Örnu Guðlaugsdóttur. Arna hefur víðtæka reynslu af innkaupaferlum, birgðastýringu og vöruhúsarekstri og hefur starfað hjá fyrirtækjum á borð við Controlant, Bioeffect og Krónuna. Þar hefur hún unnið með alla þætti aðfangastýringar, allt frá stefnumótun, innkaupaáætlunum til rekstrar vöruhúsa og nýtingar birgða. Þekking hennar á ferlastýringu, sjálfvirknivæðingu og gagnaöflun í rekstri fellur vel við þjónustu Sessor og styður við þróun lausna sem auka skilvirkni og bæta rekstraryfirsýn viðskiptavina.

Nýtt ár býður upp á einstakt tækifæri til að staldra við og skoða hvernig tæknin styður við daglegan rekstur fyrirtækisins. Eru kerfin og verkfærin að mæta þörfum okkar eða er eitthvað sem mætti fínstilla til að gera vinnuflæðið einfaldara og skilvirkara? Stundum er besta leiðin að bæta það sem þegar er til staðar, en í sumum tilvikum er rétt að skoða hvort nýjar lausnir gætu hjálpað betur við að ná settum markmiðum.

Á síðustu árum hefur útvistun upplýsingatæknistjóra (CIO - Chief Information Officer) og annarra stjórnendastaða orðið síalgengari. Með sívaxandi kröfum um tækninýjungar og öryggi leita mörg fyrirtæki leiða til að hámarka skilvirkni og lágmarka kostnað. Útvistun upplýsingatæknistjóra hefur reynst vera áhrifarík lausn í þessu samhengi...
Viltu vita meira?
Við erum hér til að finna lausn sem hentar þér. Við bjóðum frían kynningarfund – hafðu samband og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.