Við erum spennt að tilkynna opnun nýrrar starfsstöðvar í Vestmannaeyjum. Með því styrkjum við þjónustu okkar fyrir fyrirtæki í Eyjum og á Suðurlandi og veitum betra aðgengi að sérhæfðri ráðgjöf í fjármálum, bókhaldi og upplýsingatækni.
Starfsstöðin verður í Þekkingarsetrinu í Vestmannaeyjum, og við erum stolt af því að Björg Hjaltested hefur gengið til liðs við okkur sem rekstrarstjóri starfsstöðvarinnar. Hún mun leiða starfsemina og styðja fyrirtæki á svæðinu með sérhæfðri ráðgjöf og lausnum sem styrkja fjármálastjórnun og tryggja skilvirkara flæði upplýsinga í rekstri.
Björg hefur mikla reynslu í fjármálum, bókhaldi og rekstrarráðgjöf og hefur starfað í lykilstöðum innan þessara sviða. Með djúpa innsýn í rekstrarumhverfi fyrirtækja á svæðinu og sérþekkingu á fjármálastjórnun mun hún tryggja að fyrirtæki fái markvissa þjónustu og ráðgjöf sem styður við vöxt og þróun þeirra.
"Okkar markmið er einfalt – að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að þróa verkferla sína áfram og nýta tæknilausnir þannig að þau nái meiri árangri, lækki kostnað og hafi betri yfirsýn," segir Björg Hjaltested.
Með starfsstöð í Vestmannaeyjum getum við veitt fyrirtækjum á svæðinu enn betri þjónustu og ráðgjöf sem tekur mið af þeirra rekstri og áskorunum. Okkar markmið er að styðja fyrirtæki í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi við að efla rekstur sinn, auka yfirsýn og innleiða lausnir sem skapa raunverulegan ávinning.
Við erum hér til að finna lausn sem hentar þér. Við bjóðum frían kynningarfund – hafðu samband og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.