Orðið sessor er skrifað með bláum stöfum á hvítum bakgrunni.

Stafrænn leiðtogi

Tveir menn standa við hlið hvors annars í herbergi og tala saman.


Í síbreytilegum heimi, og með aukinni tæknivæðingu, felast nýjar áskoranir sem fyrirtæki verða að takast á við ef þau ætla að vaxa og vera samkeppnishæf. Aukin stafræn hæfni gerir fyrirtækjum kleift að vera móttækilegri fyrir breytingum á þörfum/óskum viðskiptavina og aðlaga sig að breytingum í umhverfinu, til hagsbóta fyrir alla hagsmunaaðila.


Stafræn umbreyting fyrirtækja snýst ekki aðeins um að nýta réttar tæknilausnir, heldur miklu frekar um mannlega þætti og umbreytingu innviða. Umbreytingin er í rauninni mannleg vegferð, innleiðing breytts verklags og nýrrar hugsunar. Það er því brýnt að litið sé á stafræna umbreytingu heildrænt og byrjað sé á réttum enda. Þar gegnir stafræni leiðtoginn lykilhlutverki, því hann hefur ekki bara þekkingu á upplýsingatækni, heldur einnig á þeim aðferðum sem best er að beita við greiningu verkferla ásamt öðru sem huga þarf að í slíkum verkefnum svo farsæl niðurstaða náist. Hann hefur yfirsýnina, mótar markmiðin, forgangsraðar verkefnum og tryggir framgang þeirra. Samskipti og upplýsingagjöf eru mikilvægur þáttur í stafrænni umbreytingu, ef raunverulegur árangur á að nást. Það er því þýðingarmikið að stafræni leiðtoginn búi einnig yfir færni í mannlegum samskiptum og þekkingu á breytingastjórnun.


Stafræni leiðtoginn veitir stjórnendum aðstoð við að virkja starfsfólk, þjálfa það í nýsköpun og hæfni til að endurmeta hluti stafrænt. Hann mótar skýra sýn og vísar veginn svo öllu starfsfólki sé ljóst hvert er verið að stefna og af hverju, því það er lykilatriði að allur vinnustaðurinn rói í sömu átt í stafrænum umbreytingum.


Hvað er gott að hafa í huga við val á réttu kerfi?


  1. Hvert er núverandi vandamál?
  2. Hver er líkleg niðurstaða ef ekkert verður gert til þess að taka á vandamálinu?
  3. Í hverju felst tækifærið að gera hlutina öðruvísi?
  4. Hver gæti framtíðin verið ef tækifærið er gripið?


Stigi með bláum hringjum og ferningum á

Mynd: Ein af þaulreyndum aðferðum við breytingastjórnun er 8 þrepa breytingaferli Kotter‘s

Er fyrirtækið þitt að nýta tæknina til fulls?


Hér eru nokkur atriði sem koma til skoðunar þegar fyrirtæki skoða verkefni stafrænna umbreytinga:

  • Hvaða kerfi er verið að nota, eru aukin tækifæri með uppfærslu eða útskiptum á einhverjum hugbúnaðarkerfum.
  • Hvaða möguleikar eru til að sjálfvirknivæða verkefni sem unnin eru handvirkt af starfsmönnum.
  • Greina álagspunkta í rekstrinum, t.d. í kringum mánaðarmót, hvað er hægt að gera til að draga úr álaginu?
  • Eru upplýsingar að flæða milli kerfa eins best verður á kosið?
  • Yfirfara uppbyggingu kerfa og hvort sú fjárfesting sem sett hefur verið í kerfin sé fullnýtt.
  • Innleiðing pappírslausra viðskipta þar sem það er hægt.
  • Hvernig er hægt að gera verklag mælanlegt og bæta upplýsingagjöf?
  • Hvernig er hægt að bæta yfirsýnin yfir reksturinn, hvað þarf að gera til að gögn verði rétt í rauntíma svo stjórnendur geti tekið upplýstar ákvarðanir byggðar á bestu fáanlegu gögnum?


Ef þú tengir við eitthvað af þessu, þá ertu á réttum stað. Við hjá Sessor bjóðum stórum sem smáum fyrirtækjum upp á faglega og óháða alhliða þjónustu á sviði upplýsingatæknimála. Hvort sem þörf er á stafrænum leiðtoga, yfirgripsmikilli ráðgjöf eða minniháttar stuðningi, afmarkaðri verkefnastýringu eða heildarstjórnun upplýsingatæknimála, þá setjum við saman heildarlausnina sem svarar þínum þörfum og óskum.


Sérfræðingar okkar koma inn í fyrirtæki og verða hluti af teyminu, þar sem hagur viðskipavinarins er ávallt hafður að leiðarljósi. Þeir styðja við stjórnendur og tryggja rétt samspil tækni- og viðskiptaeininga, sem skiptir sköpum í stafrænni umbreytingu.



Endilega vertu í sambandi við okkur, ef þú vilt fá frekari upplýsingar. Markmið okkar er að fyrirtækið þitt geti dregið úr kostnaði en á sama tíma bætt þjónustustig og upplýsingagjöf til hagaðila.


Eftir Lena Brynjarsdóttir 5. mars 2025
Við erum spennt að tilkynna opnun nýrrar starfsstöðvar í Vestmannaeyjum. Með því styrkjum við þjónustu okkar fyrir fyrirtæki í Eyjum og á Suðurlandi og veitum betra aðgengi að sérhæfðri ráðgjöf í fjármálum, bókhaldi og upplýsingatækni. Starfsstöðin verður í Þekkingarsetrinu í Vestmannaeyjum, og við erum stolt af því að Björg Hjaltested hefur gengið til liðs við okkur sem rekstrarstjóri starfsstöðvarinnar. Hún mun leiða starfsemina og styðja fyrirtæki á svæðinu með sérhæfðri ráðgjöf og lausnum sem styrkja fjármálastjórnun og tryggja skilvirkara flæði upplýsinga í rekstri.
Arna Dan Guðlaugsdóttir
Eftir Lena Brynjarsdóttir 17. febrúar 2025
Sessor eflir þjónustu sína í aðfangastýringu með ráðningu Örnu Guðlaugsdóttur. Arna hefur víðtæka reynslu af innkaupaferlum, birgðastýringu og vöruhúsarekstri og hefur starfað hjá fyrirtækjum á borð við Controlant, Bioeffect og Krónuna. Þar hefur hún unnið með alla þætti aðfangastýringar, allt frá stefnumótun, innkaupaáætlunum til rekstrar vöruhúsa og nýtingar birgða. Þekking hennar á ferlastýringu, sjálfvirknivæðingu og gagnaöflun í rekstri fellur vel við þjónustu Sessor og styður við þróun lausna sem auka skilvirkni og bæta rekstraryfirsýn viðskiptavina.
Eftir Lena Brynjarsdóttir 8. nóvember 2024
Nýtt ár býður upp á einstakt tækifæri til að staldra við og skoða hvernig tæknin styður við daglegan rekstur fyrirtækisins. Eru kerfin og verkfærin að mæta þörfum okkar eða er eitthvað sem mætti fínstilla til að gera vinnuflæðið einfaldara og skilvirkara? Stundum er besta leiðin að bæta það sem þegar er til staðar, en í sumum tilvikum er rétt að skoða hvort nýjar lausnir gætu hjálpað betur við að ná settum markmiðum.
Karl og kona sitja við borð og horfa á blað.
30. maí 2024
Á síðustu árum hefur útvistun upplýsingatæknistjóra (CIO - Chief Information Officer) og annarra stjórnendastaða orðið síalgengari. Með sívaxandi kröfum um tækninýjungar og öryggi leita mörg fyrirtæki leiða til að hámarka skilvirkni og lágmarka kostnað. Útvistun upplýsingatæknistjóra hefur reynst vera áhrifarík lausn í þessu samhengi...
Sjá meira

Viltu vita meira?

Við erum hér til að finna lausn sem hentar þér. Við bjóðum frían kynningarfund – hafðu samband og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.

Hafa samband
Karl og kona eru að horfa á spjaldtölvu saman.

Umsagnir

Lógó fyrir radix er sýnt á hvítum bakgrunni.
9. júlí 2023
Fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki er það mikil áskorun að geta fylgst með og haldið í við þá þróun sem á sér stað upplýsingatækni og viðhaldi kerfa. Mikil sérþekking á...
Hk lógóið er í bláum hring á hvítum grunni.
11. ágúst 2021
Frá apríl 2019 hafa ráðgjafar Sessor aðstoðað okkur við endurskipulagningu á fjármáladeild félagsins með áherslu á fullnýtingu kerfa og breyttu verklagi. Frá því að samstarfið hófst hefur HK farið úr...
Blátt og hvítt lógó fyrir rikislogreustjori
22. júlí 2021
Vegna mikilla breytinga og nýrra verkefna þá stóð embætti Ríkislögreglustjóra frammi fyrir nýjum áskorunum í tölvumálum. Sessor var fengið að borðinu til að fara með hlutlausum hætti yfir núverandi stöðu...
Share by: