Orðið sessor er skrifað með bláum stöfum á hvítum bakgrunni.

MEÐALSTÓRIR

REKSTRARAÐILAR

Tveir menn sitja við borð og horfa á klemmuspjald.
Hópur fólks situr í kringum borð með fartölvur.

Stjórnaðu fyrirtækinu með skýrri sýn

Þjónusta fyrir meðalstóra rekstraraðila

Við hjá Sessor veitum meðalstórum fyrirtækjum alhliða og áreiðanlega þjónustu í upplýsingatæknistjórnun, rekstrar- og tækniþjónustu, og fjármála- og bókhaldsþjónustu. Mörg meðalstór fyrirtæki hafa stækkað hratt, til að viðhalda hagkvæmum og skilvirkum rekstri. Lausnir okkar eru sérsniðnar til að mæta sérstökum þörfum fyrirtækisins þíns, styðja við framþróun þess og hjálpa þér að hámarka hagkvæmni og auka skilvirkni.


Við hjálpum þér að halda upplýsingatæknimálum í lagi, sem og tryggja að allar upplýsingar úr bókhaldi séu nýttar til fulls til að taka betri viðskiptalegar ákvarðanir. Með fjármála- og bókhaldslausnum okkar færðu rauntíma yfirsýn yfir fjárhag fyrirtækisins og nákvæmar upplýsingar til að stuðla að markvissri stefnumótun.

Upplýsingatækni

Við bjóðum þrjár mismunandi gerðir upplýsingatækniþjónustu til að mæta þörfum fyrirtækisins þíns:

Við tökum að okkur heildarumsjón með upplýsingatæknimálum fyrirtækisins, tryggjum að kerfin séu áreiðanleg og örugg, og að reksturinn gangi smurt fyrir sig. Þessi þjónusta felur í sér yfirumsjón með kerfum, lausnum og stefnumótun á sviði upplýsingatækni.

Sjá nánar →

Upplýsingatækniráðgjöf

Við veitum faglega ráðgjöf um allt sem tengist upplýsingatækni. Hvort sem það er stefnumótun, kerfismat, nýting skýjalausna eða val á birgjum, þá styðjum við þig við að finna bestu lausnirnar fyrir fyrirtækið þitt.




Sjá nánar →

Verkefnastjórnun

Við stjórnum upplýsingatækniverkefnum með upphaf og endi, allt frá hugmynd til fullnaðarafhendingar. Verkefnin geta verið af ýmsum toga, eins og innleiðing nýrra kerfa, uppfærslur á innviðum eða innleiðing nýrra ferla.



Sjá nánar →

Verkefnin

Hvort sem þú leitar að heildarlausn eða vilt einbeita þér að einstökum þáttum, þá bjóðum við upp á eftirfarandi þjónustu:

Úttekt á stöðu upplýsingatæknimála:

Ítarleg úttekt á núverandi stöðu upplýsingatæknimála hjá þínu fyrirtæki til að greina tækifæri til umbóta og betri nýtingar á tækni.


Endurhönnun og tilboðsgögn:

Aðstoð við að endurhanna upplýsingatæknilausnir, útbúa tilboðsgögn og finna bestu lausnirnar á markaði.


Lausnaleit og val á birgjum:

Styðjum þig við val á réttu birgjunum til að mæta upplýsingatæknikröfum fyrirtækisins.


Samþætting og rekstur:

Við leiðum innleiðingu og rekstur samþættra upplýsingatæknikerfa sem styðja við framtíðarsýn fyrirtækisins.


Öryggi og eftirlit:

Við tryggjum öryggi kerfa og gagna, með stöðugu eftirliti og uppfærslum.

Karl og kona eru að horfa á spjaldtölvu saman.

Rekstrar- og tækniþjónusta


  • Tæknileg aðstoð: Við veitum daglega aðstoð með símsvörun, úrvinnslu beiðna, og eftirlit með kerfum og búnaði til að halda rekstrinum gangandi án truflana.


  • Öruggar og sveigjanlegar lausnir: Hvort sem þú kýst skýjalausnir eða lausnir innanhúss, tryggjum við öryggi og hagkvæmni í rekstri.

Sjá nánar →

Fjármála- og bókhaldsþjónusta

  • Fjármál og bókhald: Við bjóðum heildræna þjónustu í fjármála- og bókhaldsþjónustu, þar sem við notum nýjustu tækni til að bjóða þér nákvæmar og nær rauntíma upplýsingar sem hjálpa þér að taka réttar ákvarðanir.



  • Almennur rekstrarstuðningur: Við veitum almenna ráðgjöf og aðstoð við áætlanagerð, ferlagreiningar og bestun ferla.
Sjá nánar →
Karl og kona eru að horfa á spjaldtölvu saman.

Vöxtur Með Skýrri Sýn


Uppgötvaðu hvernig okkar heilstæða stoðþjónusta getur hjálpað þínu fyrirtæki að ná árangri með réttri stefnumörkun og skýrri sýn til framtíðar.



Hafa samband
Share by: