Stafrænn leiðtogi – leiðtogi fyrir stafræna umbreytingu

Stafrænn leiðtogi – leiðtogi fyrir stafræna umbreytingu

Í síbreytilegum heimi, og með aukinni tæknivæðingu, felast nýjar áskoranir sem fyrirtæki verða að takast á við ef þau ætla að vaxa og vera samkeppnishæf. Aukin stafræn hæfni gerir fyrirtækjum kleift að vera móttækilegri fyrir breytingum á þörfum/óskum viðskiptavina og aðlaga sig að breytingum í umhverfinu, til hagsbóta fyrir alla hagsmunaaðila.

Stafræn umbreyting fyrirtækja snýst ekki aðeins um að nýta réttar tæknilausnir, heldur miklu frekar um mannlega þætti og umbreytingu innviða. Umbreytingin er í rauninni mannleg vegferð, innleiðing breytts verklags og nýrrar hugsunar. Það er því brýnt að litið sé á stafræna umbreytingu heildrænt og byrjað sé á réttum enda. Þar gegnir stafræni leiðtoginn lykilhlutverki, því hann hefur ekki bara þekkingu á upplýsingatækni, heldur einnig á þeim aðferðum sem best er að beita við greiningu verkferla ásamt öðru sem huga þarf að í slíkum verkefnum svo farsæl niðurstaða náist. Hann hefur yfirsýnina, mótar markmiðin, forgangsraðar verkefnum og tryggir framgang þeirra. Samskipti og upplýsingagjöf eru mikilvægur þáttur í stafrænni umbreytingu, ef raunverulegur árangur á að nást. Það er því þýðingarmikið að stafræni leiðtoginn búi einnig yfir færni í mannlegum samskiptum og þekkingu á breytingastjórnun.

Stafræni leiðtoginn veitir stjórnendum aðstoð við að virkja starfsfólk, þjálfa það í nýsköpun og hæfni til að endurmeta hluti stafrænt. Hann mótar skýra sýn og vísar veginn svo öllu starfsfólki sé ljóst hvert er verið að stefna og af hverju, því það er lykilatriði að allur vinnustaðurinn rói í sömu átt í stafrænum umbreytingum.

Hvað er gott að hafa í huga við val á réttu kerfi?

1. Hvert er núverandi vandamál?
2. Hver er líkleg niðurstaða ef ekkert verður gert til þess að taka á vandamálinu?
3. Í hverju felst tækifærið að gera hlutina öðruvísi?
4. Hver gæti framtíðin verið ef tækifærið er gripið?

 

Breytingastjórnun

Mynd: Ein af þaulreyndum aðferðum við breytingastjórnun er 8 þrepa breytingaferli Kotter‘s

Er fyrirtækið þitt að nýta tæknina til fulls?
Hér eru nokkur atriði sem koma til skoðunar þegar fyrirtæki skoða verkefni stafrænna umbreytinga:

Ef þú tengir við eitthvað af þessu, þá ertu á réttum stað. Við hjá Sessor bjóðum stórum sem smáum fyrirtækjum upp á faglega og óháða alhliða þjónustu á sviði upplýsingatæknimála. Hvort sem þörf er á stafrænum leiðtoga, yfirgripsmikilli ráðgjöf eða minniháttar stuðningi, afmarkaðri verkefnastýringu eða heildarstjórnun upplýsingatæknimála, þá setjum við saman heildarlausnina sem svarar þínum þörfum og óskum.

Sérfræðingar okkar koma inn í fyrirtæki og verða hluti af teyminu, þar sem hagur viðskipavinarins er ávallt hafður að leiðarljósi. Þeir styðja við stjórnendur og tryggja rétt samspil tækni- og viðskiptaeininga, sem skiptir sköpum í stafrænni umbreytingu.

Endilega vertu í sambandi við okkur, ef þú vilt fá frekari upplýsingar. Markmið okkar er að fyrirtækið þitt geti dregið úr kostnaði en á sama tíma bætt þjónustustig og upplýsingagjöf til hagaðila.