Upplýsingatækniráðgjöf

UPPLÝSINGATÆKNIRÁÐGJÖF

Nýjar og skilvirkari leiðir til viðskipta

Við aðstoðum þig með því að gera úttekt á núverandi stöðu, mörkum skýra stefnu, setjum niður vegvísa að settum markmiðum og aðstoðum við framkvæmdina. Sérstaða okkar felst í persónulegri þjónustu og sérsniðnum heildarlausnum. Með framúrskarandi þekkingu á samspili upplýsingatæknilausna og rekstri næst hagræðing fyrir viðskiptavini okkar.

Fylltu út formið og við höfum samband.





    Hver er ávinningurinn af
    upplýsingatækniráðgjöf Sessor?

    • Eykur sjálfvirkni og rekstraröryggi
    • Einfaldar og styttir verkferla
    • Tímasparnaður og aukin gæði
    • Eykur samkeppnishæfni
    • Sparar handavinnu við endurtekinn innslátt á sömu upplýsingum
    • Fækkar lausnum eins og kostur er
    • Meiri tími til að sinna virðisaukandi verkefnum
    • Réttar lausnir og fullnýting þeirra
    • Nær heildaryfirsýn yfir öll verkefni þannig að verkefnastjórnun og eftirlit með þeim verða skilvirkari
    • Aukin yfirsýn og bætt upplýsingagjöf til allra hagaðila
    • Þjálfun starfsfólks

    Hvenær ættir þú
    að leita til Sessor?

    • Þegar þörf er á stuðningi við tæknileg úrlausnarefni
    • Þegar þörf er á úttekt og ferlagreiningu fyrir stafræna umbreytingu
    • Þegar þörf er á afleysingu upplýsingatæknistjóra
    • Þegar þörf er á upplýsingatæknistjóra til lengri tíma
    • Þegar þörf er á stafrænum leiðtoga til að leiða stafræna umbreytingu þvert á fyrirtæki
    • Þegar setja þarf skýra framtíðarsýn og stefnu fyrir stafræna umbreytingu
    • Þegar þörf er á aðstoð fuð ákvörðunartöku, samningagerð og samskipti við birgja

    Hver eru helstu verkefni
    í upplýsingatækniráðgjöf Sessor?

    • Stöðumat (forgreining)
    • Stefnumótun fyrir stafræna umbreytingu
    • Þarfa- og ferlagreining
    • Lausnaleit, forval og val á birgjum
    • Faglegur og traustur stuðningur við stjórnendur
    • Úrvinnsla tilboða og samningagerð
    • Verkefnastjórnun – innleiðingar
    • Samþættingar
    • Rekstur umbótaverkefna
    • Tæknivæðing á stoðþjónustu
    • Samskipti við birgja
    • Viðskiptagreind (framsetning gagna)
    • Bestun ferla

    Önnur þjónusta sem
    við bjóðum?

    • Fjármála- og bókhaldsþjónusta
    • Rekstrarráðgjöf
    • Hugbúnaðarlausnir
    • Stafrænn leiðtogi til leigu
    • Úttekt á stöðu upplýsingatæknimála
    • Upplýsingatæknistjórnun
    • Stjórnarseta
    • Verkefnastjórnun

    Hvert er okkar hlutverk?

    Ráðgjafar Sessor hafa margra ára reynslu í ráðgjöf og þjónustu á sviði upplýsingatækni og fjármála. Við endurskoðum alla ferla og umbreytum þeim stafrænt með því að nýta og samþætta lausnir sem henta þér og þínu félagi best. Meginmarkmið okkar er að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu þar sem hagsmunir viðskiptavinarins eru ávallt hafðir að leiðarljósi. Við leggjum einnig ríka áherslu á að veita viðskiptavinum okkar stuðning og eftirfylgni við hvert skref á vegferðinni.