Business Central (Navision)

LAUSNIR

BUSINESS CENTRAL (NAVISION)

Microsoft 365 Business Central áður Navision er einn vinsælasti viðskipta- og bókhaldshugbúnaður á Íslandi enda hefur framþróun lausnarinnar og sérlausna verið mikil á síðustu árum. Lausnin er 100% skýjalausn og tengir alla þætti rekstrarins í eitt kerfi. Kerfið er að öllu leyti byggt ofan á lausnamengi Microsoft og er því samþætting við allar helstu Microsoft lausnir auðveldari en nokkru sinni fyrr. Notendaviðmót kerfisins er að auki í kunnuglegu Microsoft viðmóti sem auðveldar þjálfun nýrra notenda til mikilla muna. Hægt er að tengjast inn í kerfið hvaðan sem er í heiminum og í gegnum flest tæki.

Business Central hentar vel fyrir rekstraraðila í flestum atvinnugreinum. Lausnin bíður upp á fullkomið þróunarumhverfi auk þess sem hver notandi getur á einfaldan hátt aðlagað kerfið að sínum þörfum.

Hvað er innifalið í grunnkerfinu?
Hægt er að velja mismunandi grunnleyfi og svo ýmsar viðbætur ofan á það.  Helstu þættir í grunnleyfum eru eftirfarandi:
  • Fjárhagsbókhald
  • Viðskiptamenn og sala
  • Lánardrottnar og innkaup
  • Birgðabókhald
  • Áætlanakerfi
  • Verkbókhald og forðar
  • Eignakerfi
  • Starfsmannakerfi
  • Þjónustukerfi (stærra leyfi)
  • Framleiðslukerfi (stærra leyfi)
  • Ótakmarkaður fjöldi fyrirtækja
  • Öflugir samþættingarmöguleikar
  • Frí aðgangur fyrir utanaðkomandi bókara eða endurskoðanda
  • Ótakmarkaður færslufjöldi
  • Ótakmarkaður fjöldi fyrirtækja
Afhverju Business central?
  • Öflug viðskiptalausn með framúrskarandi tengimöguleikum
  • Aðlagast rekstrinum vel, frá smáum til stórra rekstraraðila
  • Öflugar sérlausnir og séríslenskar lausnir
  • Styður stafrænar stoðþjónustur, tæknilega verkferla og sjálfvirkni
  • Eykur hraða og öryggi í öllum verkferlum
  • Lágmarkar mannaflaþörf, hagræðir í rekstri á stoðþjónustum
  • Hagkvæm lausn sem skapar mikið virði

Fjölmargir aðilar bjóða upp á þjónustu við Business Central svo það er ekki hætt á að læsast inni hjá einum þjónustuaðila auk þess sem lausnir fyrir kerfið eru þróaðar af þúsundum aðila út um allan heim.

Sérlausnir og séríslenskar lausnir

Við grunnkerfið má svo tengja fjölda sérlausna, bæði íslenskra og erlendra framleiðenda. Meðal íslenskra lausna má telja, launakerfi, samþykktarkerfi, tollakerfi, bankakerfi, áskriftarkerfi, kassakerfi, tengingar við vefverslanir, sjálfvirkur innlestur reikninga og margt fleira. 

Með réttu vali á sérlausnum og réttri notkun þeirra má hagræða verulega í stoðþjónustum fyrirtækja.

 

Áskriftarleiðir

Almennt er kerfið hýst og afritað í Microsoft Azure en aðrar leiðir eru einnig í boði sé þess óskað. Þjónustu- og uppfærslusamningar eru í boði. 

Almennt þarf að velja úr eftirfarandi þjónustuþáttum:

  • Hvers konar grunnleyfi þarf
  • Hvaða sérlausnir þarf, íslenskar eða erlendar
  • Hversu mikinn stuðning þarf í innleiðingunni
  • Hversu mikla þjónustu er óskað eftir í kjölfar innleiðingar
Hvers vegna ættir þú að leita til Sessor?

Sessor býður rekstraraðilum uppá fjölbreytta óháða þjónustu.  Við aðstoðum við val á lausnum, birgjum, veljum réttu íslensku sérlausnirnar, verkefnastýrum innleiðingum og uppfærslum ásamt ýmsu öðru.

Viðskiptavinir okkar hafa verið ákaflega ánægðir með þjónustuna enda líklega eitt reynslumesta ráðgjafarteymi á sviði viðskiptalausna á landinu sem hugsar bara um árangur viðskiptavina okkar.

Helstu áherslur okkar eru:

  • Erum óháð og þekkjum mögulega birgja, sérkerfin og aðrar lausnir sem gætu hentað
  • Aðstoðum við að velja réttar lausnir og tryggjum fullnýtingu á þeim
  • Byggjum upp skýrt verklag og aga
  • Stöndum vel að þjálfun starfsfólks
  • Komum upp stafrænum stoðþjónustum með stöðugu flæði
  • Aukum hraðann og bætum þjónstu við hagsmunaaðila
  • Samþættum lausnir
  • Komum upp eftirliti og mælingum
  • Tryggjum að stjórnendur fái öfluga upplýsingagjöf

Fylltu út formið og við höfum samband.





    ÖFLUGT VIÐSKIPTAKERFI
    skilvirkir viðskiptaferlar
    í SKÝINU, ALLSTAÐAR aðgengilegt
    FRAMÚRSKARANDI YFIRSÝN
    AUÐVELDAR SAMÞÆTTINGAR
    MÖRG TUNGUMÁL
    GAGNAÖRYGGI OG PERSÓNUVERND