ÚTTEKT Á STÖÐU UPPLÝSINGATÆKNIMÁLA

RÁÐGJÖF OG ÞJÓNUSTA

ÚTTEKT Á STÖÐU UPPLÝSINGATÆKNIMÁLA

Að þekkja stöðu upplýsingatæknimála er án efa eitt af mikilvægustu verkefnum rekstraraðila. Þegar staðan er orðin þekkt er hægt að forgangsraða og hefja hnitmiðaða vinnu í átt að fullnýtingu tæknilegra lausna með hagræðingu og bætta þjónustu sem markmið.

Fylltu út formið og við höfum samband.





    ÚTTEKTIN

    Við bjóðum upp á óháða úttekt á heildarstöðu upplýsingatæknimála og leggjum ríka áherslu á að meta hvernig tæknin styður við starfsemina með hliðsjón af viðskiptaferlunum. Við skoðum innviði, notendalausnir, rekstrarlausnir, viðskiptalausnir, sérlausnir, sjálfvirknivæðingu og viðskiptagreind BI. Við eigum ýmis viðmið sem notuð eru til samanburðar en þau gefa upplýsingar um stöðuna. Niðurstöður gefa stjórnendum skýra mynd af stöðu mála og samanburð við þá sem nýta sér tæknina sem best til aukins árangurs.

    LEIÐIR Í BOÐI
    #1 - GRUNNUR

    Góð leið fyrir rekstraraðila sem vilja þekkja stöðu sína. Niðurstöðurnar sýna vel núverandi stöðu frá 1. – 5. stigs í þroska sem auðveldar stjórnendum að taka næstu skref.

    Innifalið
    • Greining á stöðunni, meginþættir yfirfarnir
    • Úttektarskýrsla
    Fundir
    • 2 tíma yfirferð
    #2 - SKÝR SÝN

    Farið dýpra í hvern þátt og athugasemdir skráðar. Farið er nánar yfir einstök mál og meiri tími settur í að ræða tækifærin til umbóta.

    Innifalið
    •  Allt sem er í leið 1
    • Ýtarlegri yfirferð með athugasemdum
    Fundir
    • 2 x 2 tíma yfirferð
    • Athugasemdir yfirfarnar
    #3 - VÖRÐUR

    Áhersla lögð á lækkun heildarrekstrarkostnaðar. Farið enn dýpra í hvern þátt og í  kjölfarið útbúinn forgangsraðaður verkefnalisti.

    Innifalið
    • Allt sem er í leiðum 1 og 2
    • Verkefnalisti
    Fundir
    • 2 x 2 tíma yfirferð
    • Athugasemdir yfirfarnar
    • Verkefnalisti yfirfarinn
    #4 - TIL FRAMTÍÐAR

    Áætlun fyrirtækis rýnd og greint hvernig best sé að ná hagræðingu. Úttektin er upphaf þess að Sessor tekur við að leiða upplýsingatæknimálin.

    Innifalið
    • Allt sem er í leiðum 1 – 3
    • Drög að áætlun
    • Forgangsverkefni gangsett
    Fundir
    • Reglulegir stöðufundir

    Formleg þjónusta hefst

    SKREF Í ÁTT AÐ FAGLEGRI STJÓRNUN

    Úttektin markar upphafið að þeirri vinnu sem margir rekstraraðilar vilja framkvæma á leið sinni í stafrænum umbreytingum. Að úttekt lokinni mótum við stefnu, hönnum umhverfið og setjum niður áætlun. Eftir óskum viðskiptavina forgangsröðum við verkefnum og hefjum vinnu við þau sem hluta af upplýsingatæknistjórnun. 

    ÁRANGURINN LOFAR AÐFERÐAFRÆÐINA

    Á undanförnum þremur árum höfum við tekið þátt í fjölmörgum flóknum verkefnum þar
    sem unnið er að stafrænni umbreytingu rekstraraðila. Stærstu verkefnin hafa verið í flokki
    viðskiptakerfa en þar höfum við ásamt öðrum birgjum unnið að algjörri uppstokkun.

    • Skipt var um viðskiptakerfi eða eldra uppfært
    • Allir ferlar voru yfirfarnir og tækni fullnýtt
    • Starfsfólk endurþjálfað
    • Stöðugildum fækkað

    VERKEFNI 1

    Sparnaður:
    0,8 – 1,2 milljón á mán.
    Stöðugildi úr 2,5 í 1,75

    VERKEFNI 2

    Sparnaður:
    1,2 – 1,8 milljón á mánuði
    Stöðugildi úr 5 í 3

    VERKEFNI 3

    Sparnaður:
    1,2 – 1,8 milljón á mán. 
    Stöðugildi úr 2 fór í 0,8

    Með okkar aðferðum hefur náðst umtalsverð hagræðing en á sama tíma hafa stjórnendur fengið betri upplýsingar, svo að segja í rauntíma. Aðkoma okkar felur í sér víðtækan og djúpan skilning á upplýsingatækniverkefnum og reynslu af farsælli framkvæmd stórra verkefna.