Power BI

LAUSNIR

POWER BI

Power BI er öflug lausn frá Microsoft til að draga saman gögn og birta á ýmsan hátt í mælaborðum og skýrslum. Með Microsoft Power BI er hægt að útbúa mælaborð með stjórnendaupplýsingum sem hjálpar til við að fá yfirsýn yfir reksturinn. Kerfið er svo aðgengilegt gegnum vafra eða beint í farsímann.

Power BI býður upp á tengingar við mikinn fjölda viðskiptakerfa frá helstu hugbúnaðarframeiðendum heims og hefur innbyggð sniðmát fyrir margskonar framsetningu.

Afhverju Power BI?
  • Lausn sem hjálpar til að auka framleiðni
  • Auðvelt að tengja saman gögn og setja upp mælaborð eða eftirlit með verkferlum
  • Öflugt, notendavænt og hægt að sérskrifa mæla
  • Gagnagreinendur geta nýtt sér samþættingu við R
  • Sameinar stýringu gagna og öryggi
  • Getur fellt inn flísar í sérsniðnu PowerApps forritum
  • Aðgengilegt hvaðan sem er með sjálfsafgreiðslu

Power BI er leiðandi skv. Gartner fyrir greiningar- og viðskiptagreind.

Áskriftarleiðir

Hægt er að nota fría útgáfu af Power BI en þá er ekki hægt að deila gögnunum.

Almennt er valið milli tveggja leiða:

  • Power BI Pro leyfi
  • Power BI Premium leyfi
Upplýsingar og verð frá Microsoft má finna hér. Frekari upplýsingar varðandi leyfi og þjónustu veita ráðgjafar okkar.
Hvers vegna ættir þú að leita til Sessor?

Sessor býður rekstraraðilum uppá fjölbreytta óháða þjónustu.  Við aðstoðum við val á lausnum og birgjum.

Viðskiptavinir okkar hafa verið ákaflega ánægðir með þjónustuna enda líklega eitt reynslumesta ráðgjafarteymi á sviði viðskiptalausna á landinu sem hugsar bara um árangur viðskiptavina okkar.

Helstu áherslur okkar eru:

  • Erum óháð og þekkjum mögulega birgja, sérkerfin og aðrar lausnir sem gætu hentað
  • Aðstoðum við að velja réttar lausnir og tryggjum fullnýtingu á þeim
  • Byggjum upp skýrt verklag og aga
  • Stöndum vel að þjálfun starfsfólks
  • Komum upp stafrænum stoðþjónustum með stöðugu flæði
  • Aukum hraðann og bætum þjónstu við hagsmunaaðila
  • Samþættum lausnir
  • Komum upp eftirliti og mælingum
  • Tryggjum að stjórnendur fái öfluga upplýsingagjöf

Fylltu út formið og við höfum samband.





    SÆKTU GÖGNIN
    GREINDU ÞAU
    BIRTU SJÓNRÆNT
    GEFÐU ÚT
    AUKTU SAMVINNU
    SÆKTU ÁVINNINGINN