Viðskiptaskilmálar

VIÐSKIPTASKILMÁLAR

Hér á eftir fara almennir viðskiptaskilmálar fyrir Sessor ehf, kt. 490517-0730, sem gilda frá 01.01.2021. Verði breytingar á skilmálum þessum verða þær birtar á heimasíðu félagsins.

ÞJÓNUSTA

Almennur opnunartími er virka daga frá kl. 9:00 – 17:00. Símanúmer er 545-5100 og netfang sessor@sessor.is. Símtöl geta verið hljóðrituð til að auka gæði og öryggi þjónustunnar.

GJALDTAKA OG GREIÐSLUSKILMÁLAR

Reikningar eru gefnir út mánaðarlega eftirá með gjalddaga 1. hvers mánaðar og eindaga 10 dögum síðar. Reikningar sem greiddir eru eftir eindaga bera dráttarvexti frá gjalddaga í samræmi við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Athugasemdir vegna reikninga skulu berast án tafar og eigi síðar en á eindaga reiknings á netfangið sessor@sessor.is. Verði ágreiningur um fjárhæð reiknings er viðskiptamanni einungis heimilt að bíða með greiðslu á þeirri fjárhæð sem raunverulegar ágreiningur er um. Sessor sendir alla reikninga rafrænt til viðskiptavina í gegnum skeytamiðlara eða í tölvupósti.

LÁGMARKSTÍMI GJALDFÆRÐRAR ÞJÓNUSTU

  • Símtöl, tölvupóstar eða almenn vinna – 0,25 klst
  • Fjartenging – 0,5 klst
  • Ferð til viðskiptavinar – 1,5 klst
  • Neyðarþjónusta utan hefðbundins opnunartíma 2 klst

FERÐAKOSTNAÐUR OG ÚTLAGÐUR KOSTNAÐUR

Akstursgjald er gjaldfært fyrir akstur samkvæmt gjaldskrá hverju sinni. Ferðatími hefst þegar starfsmaður yfirgefur starfsstöð sína og líkur þegar hann kemur til baka og hefur gengið frá. Allur útlagður kostnaður sem stofnað er til í þágu viðskiptavinar er reikningsfærður sérstaklega.

TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR

Sessor ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða vegna gagnataps, niðritíma búnaðar eða töfum vegna þjónustunnar, nema tjón verði rakið til ásetningar eða stórkostlegs gáleysis Sessor eða starfsmanna Sessor. Sessor ber ekki ábyrgð á tjóni sem viðskiptavinur eða þriðji aðili veldur. Sessor ber ekki ábyrgð á töfum, skaða, niðritíma eða svartíma þriðja aðila.

VARÐVEISLA GAGNA

Sessor ber ekki ábyrgð á varðveislu gagna nema samið sé um það sérstaklega.

HUGVERKARÉTTUR

Í þeim tilvikum þar sem Sessor selur eigin hugbúnað þá er Sessor eigandi og einkaréttarhafi að höfundarrétti og hvers kyns öðrum réttindum á sviði hugverka og auðkennaréttar, hvort sem um er að ræða vörumerkjarétt, hönnunarrétt, einkaleyfisrétt, eignarrétt að atvinnuleyndarmálum, sérþekkingu (e. know-how) eða önnur réttindi, hvaða nafni sem þau kunna að nefnast er lúta að hugbúnaðinum. Sama gildir um allar síðari viðbætur við hugbúnaðinn sem Sessor leggur til eða öðlast með framsali. Í þeim tilvikum þegar Sessor er endursöluaðili hugbúnaðar þá er sá aðili, er veitir Sessor réttindi til endursölu, eigandi að höfundarrétti og hvers kyns öðrum réttindum á sviði hugverka og auðkennisréttar, hvort sem um er að ræða vörumerkjarétt, hönnunarrétt, einkaleyfisrétt eða önnur réttindi, hvaða nafni sem þau kunna að nefnast er lúta að hugbúnaðinum í samræmi við skilmála eiganda sem gilda um hugbúnaðinn. Samningur felur ekki í sér framsal slíkra réttinda að öðru leyti en því sem beinlínis er tekið fram í samningi. Samningur felur ekki í sér nytjaleyfi til vörumerkja sem notuð eru fyrir hugbúnaðinn eða einstaka hluta hans. Þá er höfundaréttur Sessor að þeim kerfishlutum sem Sessor leggur til ekki framseldur til viðskiptavinar með samningi. Hið sama skal eiga við um allar breytingaruppfærslur og nýjar útgáfur á kerfum Sessor.

ÓVIÐRÁÐANLEG ATVIK – FORCE MAJEURE

Hvorki Sessor né viðskiptavinir þess eiga rétt til skaðabóta á hendur gagnaðila þegar vanefndir orsakast af óviðráðanlegum eða ófyrirséðum atvikum sem ekki eru til staðar við samningsgerð, svo sem vinnudeilum, styrjöldum, uppreisnum, náttúruhamförum, aðgerðum stjórnvalda á sviði gjaldeyris- og viðskiptamála, breytingum stjórnvalda á lögum og reglugerðum, orkuskorti og sambærilegum óviðráðanlegum atvikum í samskiptum við undirverktaka eða birgja.

VANEFNDIR OG VANEFNDAÚRRÆÐI

Til vanefnda af hálfu viðskiptavinar teljast hvers kyns brot á skilmálum þessum þar með talið hvers kyns greiðsludráttur. Við greiðsludrátt áskilur Sessor sér rétt til að reikna dráttarvexti á útistandandi fjárhæð frá eindaga til greiðsludags í samræmi við lög nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu. Þá leggst greiðslu og tilkynningargjald á útistandandi fjárhæðir. Sessor áskilur sér rétt til að hætta að veita og eftir atvikum loka þjónustu án sérstakrar viðvörunar ef greiðsludráttur hefur varað yfir 30 daga frá elsta ógreidda gjalddaga.

UPPLÝSINGAÖRYGGI OG TRÚNAÐARSKYLDUR

Sessor skal gæta fyllsta trúnaðar varðandi gögn og málefni sem því verður kunnugt um viðskiptavin og skjólstæðinga hans. Samningur á milli aðila er trúnaðarmál og skal því aðeins dreift til þeirra sem hafa með framkvæmd hans að gera og aðeins að því marki sem nauðsynlegt er. Starfsmenn Sessor undirrita heit um trúnaðarskyldu um allt það er varðar hagi viðskiptavina Sessor sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum viðskiptavinar eða eðli máls. Helst trúnaðarskylda eftir að samningi er lokið.

FRAMSAL RÉTTINDA

Viðskiptavinur getur ekki framselt réttindi sín samkvæmt samningi án skriflegs samþykkis Sessor.

LÖG OG VARNARÞING

Íslensk lög skulu gilda um viðskiptaskilmála þessa, samninga og eftir atvikum tilboð sem Sessor gerir við viðskiptavini sína. Ágreining um framkvæmd samnings skulu Sessor og viðskiptavinur leitast við að leysa með samkomulagi. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Heimilt er að vísa ágreiningi til gerðardóms ef báðir aðilar eru því samþykkir og skulu lög nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma gilda um málsmeðferð fyrir gerðardómi.