Umbreyting fjármáladeilda

Umbreyting fjármáladeilda

Stoðþjónustur eru ákaflega mikilvægur þáttur í rekstri allra fyrirtækja.  Nefna má svið eins og fjármál, upplýsingatækni, gæða- og öryggismál, mannauðsmál, o.fl.  Þessi svið þjónusta tekjuskapandi hluta fyrirtækjana og þurfa að gera það á hagkvæman en árangurríkan hátt.  Að undanförnu höfum við unnið með nokkrum fjármáladeildum í að ná betri árangri í þjónustu og draga verulega úr kostnaði.

Það sem er sammerkt með þessum fyrirtækum er að þau hafa verið að nýta sér Navision / Business Central sem viðskiptakerfi en hafa alls ekki nýtt sér getu lausnana til aukinnar sjálfvirkni.  Einnig má segja að margir viðskiptaferlar hafi alls ekki verið nógu skilvirkir og því umtalsverð sóun í þeim.  Með því að fullnýta lausnirnar og breyta verkferlum hefur okkur tekist að stórabæta alla þjónustu við stjórnendur en á sama tíma dregið verulega úr kostnaði.  Í frekar litlum deildum hefur sparnaður verið allt að 1,8 milljón á mánuði.

Viltu aðstoð eða ráðgjöf tengt fjármálaferlum?  Hafðu samband við við greinum stöðu þína?