CrewBrain er komið út á íslensku

CrewBrain er komið út á íslensku

Sífelt fleiri rekstraraðilar, félagasamtök, íþróttafélög, hljómsveitir o.fl. hafa tekið upp notkun á CrewBrain til að halda utanum alla skipulagningu á starfsmönnum, verktökum, undirverktökum, verkum, viðburðum og verkefnum.  Kerfið sem þjónar öllum sem koma að verkunum er nú komið út á íslensku og við erum að leggja lokahönd á fulla aðlögun fyrir íslenska markaðinn.  Það hefur verið einstaklega ánægjulegt að vinna með frábærum viðskiptavinum að innleiðingu á lausninni.  Sumir voru loksins að finna lausnina sem leysir hlutina á meðan aðrir eru að skipta út eldri kerfum og hefja vegferð sína í stafrænum umbreytingum.

CrewBrain er einstaklega hagkvæm lausn en á sama tíma leysir hún verkefnið á einstakan hátt.  Við höfum séð hagræðingu uppá 3 – 5 sinnum við útskipti á eldri kerfum og mun meira ef engin lausn er fyrir.

Með fáum orðum má segja að lausnin sé einstakt mönnunarkerfi sem annast tímaskráningar, viðveru, vaktir, verk, verkefni ásamt ýmsu öðru.

Kynnið ykkur kosti kerfisins:  http://www.crewbrain.com/is

Bóka kynningu:  crewbrain@sessor.is