Rubix

Rubix

Rubix

Í ársbyrjun 2018 var ákveðið að innleiða nýjan viðskiptahugbúnað hjá Rubix Ísland og eftir forvalsferli var valin lausn og þjónustuaðili. Mér var það fljótlega ljóst að við myndum ekki ráða við þá vinnu ein að vinna á móti þjónustuaðilanum. Við yrðum að fá hjálp við verkefnastjórnun, ferlaþróun og annað sem myndi koma upp. Ég hafði samband við Sessor eftir að hafa leitað eftir aðilum sem gætu hjálpað okkur.

Sú þekking og reynsla sem við fengum með tilkomu Sessor var okkur nauðsynleg og er mér það ljóst að við hefðum aldrei komist í gengum verkefnið án hennar. Við náðum að standa við lykildagsetningar og skila verkefninu á áætlun að mestu leyti. Það þurfti að forgangsraða og endurskipuleggja á leiðinni, en það var gert þannig að það hafði ekki áhrif á lokaniðurstöðuna.

Eftir fyrsta áfanga þá hefur Sessor verkstýrt fleiri innleiðingum og aðlögunarverkefnum fyrir okkur, bæði við móðurfélagið sem og við okkar viðskiptavini. Öll þessi verkefni ganga út á það að auka framlegð hvers starfsmanns og færa okkur ásamt viðskipavinum okkar sparnað í tíma og kostnaði.

Að lokum vil ég minnast á helstu styrkleika Brynjar Gunnlaugssonar sem annaðist vinnuna fyrir Sessor en hann var fljótur að sjá heildarmyndina, skilja ferla og ganginn í fyrirtækinu, vinna með hagsmunaaðilum, koma með ábendingar um hvað betur mætti fara og að passa að yfirfæra þekkingu sína til starfsmanna sem tóku við keflinu.

Það eina sem ég sé að við hefðum átt að gera öðruvísi var að fá Sessor til að koma fyrr að ferlinu, það hefði hjálpað okkur að skilja betur umfangið og verkefnið hefði verið betur skilgreint sem hefði hugsanlega getað sparað okkur tíma og kostnað.