Radix | Ger | Húsgagnahöllin | Betra bak | Dorma | Hästens

Radix | Ger | Húsgagnahöllin | Betra bak | Dorma | Hästens

Fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki er það mikil áskorun að geta fylgst með og haldið í við þá þróun sem á sér stað upplýsingatækni og viðhaldi kerfa. Mikil sérþekking á ansi víðamiklu sviði er í raun ekki gerleg nema hjá stórfyrirtækjum og stofnunum.

Félag okkar hafði verið í innleiðingu á nýju viðskiptakerfi, Business Central og LS Central, sem því miður hafði ekki gengið hnökralaust fyrir sig. Staðan var vægast sagt orðin slæm þegar við kölluðuðum eftir fundi með Sessor. Ég vissi að verkefnið væri ærið og við í raun komin út í miðja á með nokkuð veigamikinn verslunarrekstur. Það létti mikið undir að upplifa þá faglegu nálgun og skilning Sessor á málunum eftir skamman tíma. Þegar búið var að greina heildarmyndina var aðgerðarplan sett í gang með forgangsröðun sem stýrt var af Sessor.

Það var ljóst um leið að þekking Sessor á upplýsingatækni og rekstri var veruleg. Við erum í krefjandi verslunarrekstri þar sem mikilvægt er að vera með góða yfirsýn og fyrirsjáanleika. Stundum er sagt er að “retail is detail” því höfum við áfram átt náið samstarf með Sessor þar sem við fengum þau til þess að stýra upplýsingatæknisviði okkar sem og koma að framkvæmdastjórn okkar félags. Það segir allt um trú okkar og traust á Sessor.