Handknattleiksfélag Kópavogs

HK

Handknattleiksfélag Kópavogs

Við hjá aðalstjórn HK Handknattleiksfélagi Kópavogs fengum Sessor ehf / Brynjar Gunnlaugsson til aðstoða okkur við að finna leiðir til að hagnýta tölvukerfi félagsins betur, til að einfalda fjárhagskerfi félagsins og bæta sýn stjórnenda með það að markmiði að lágmarka kostnað við rekstur skrifstofu félagsins og auka upplýsingagjöf til hagsmunaaðila. Draga úr og einfalda þurfti vinnu gjaldkera deilda sem eru sjálfboðaliðar þannig að þeir ráði betur við skil og samþykktir á reikningum. Einnig þurfti að auka sýn allra stjórnenda félagsins á fjárhagsstöðu hverju sinni.

Við vorum afar sátt við þær tillögur sem Sessor ehf kom með og höfum hafið innleiðingu á þeim og teljum að við munum í raun borga upp þær breytingar á innan við 2 árum í hagræðingu í rekstri hjá okkur. Fyrir utan það náum við að einfalda alla verkferla á skrifstofu að gera starf sjálfboðaliðsans mun meira aðlaðandi og veita þeim skýra sýn á reksturinn svo starfið verði markvissara.

HK Handknattleiksfélag Kópavogs er stofnað 1970 og er í dag eitt af stærstu íþróttafélögum landsins með rúmlega 2000 iðkenndur starfandi í 6 deildum. Launaðir starfsmenn félagsins eru rúmlega 130 og félagið velti um 800 miljónum árið 2018.

Hlutverk félagsins er að skapa umhverfi sem hvetur félagsmenn til að ná markmiðum sínum og skara fram úr í leik og starfi. Þannig er lagður grunnur að félagslegu, andlegu og líkamlegu heilbrigði einstaklingsins. Með því að gera honum kleift að finna sér hlutverk í félaginu, hvort sem er til ánægju eða afreka, og bera merki félagsins með stolti og virðingu.