Exton

Exton

Exton

Þegar við stóðum frammi fyrir því að uppfæra upplýsingakerfi Exton ehf áttuðum við okkur á að við yrðum að fá ráðgjöf til að leita leiða til að hagræða og bæta upplýsingagjöf til verkefnastjóra, stjórnenda og stjórnar. Við hófum verkefnið á því að teikna upp núverandi stöðu og leituðum svo til Sessor til að greina og ákveða næstu skref. Fljótlega náðum við niður helstu áhersluatriðunum en þau voru: Aukin sjálfvirkni, einföldun og stytting á verkferlum, samþættingar, fækkun lausna, heildayfirsýn niður á öll verk og betri upplýsingagjöf til starfsmanna og stjórnenda. Næstu skref voru að ná niður þörfum okkur og skoða hvaða birgjar gætu mögulega átt lausnir fyrir okkur en sú vinna var að mestu unnin hjá Sessor.

Eftir að hafa fengið tilboð og tillögur frá birgjum var samið við birgja um ný viðskiptakerfi og innleiðing hafin. Brynjar verkstýrði innleiðingunni innanhús hjá Exton og vann náið með okkur í að ná settum markmiðum. Samhlið og eftir innleiðinguna höfum við unnið að uppbyggingu á gæðakerfi félagsins ásamt því að hefja innleiðingar á ýmsum sérkerfum fyrir Exton.

Sessor býr yfir víðtækri reynslu og þekkingu í upplýsingatækni, stjórnun fyrirtækja og verkefnastýringum. Þetta ásamt því að þekkja vel alla fjármálaferla og gæðakerfi fyrirtækja hefur reynst Exton ákaflega vel.