Stafrænn leiðtogi – Upplýsingatæknistjóri til leigu

STAFRÆNN LEIÐTOGI - UPPLÝSINGATÆKNISTJÓRI TIL LEIGU

Ykkar árangur - Okkar markmið

Með aukinni tæknivæðingu þurfa fyrirtæki að takast á við miklar áskoranir ef þau ætla að dafna og vera samkeppnishæf. Það er því mikilvægt að fyrirtæki byggi til framtíðar og hugi að stafrænni umbreytingu til að mæta kröfum markaðarins. 

Með stafrænni umbreytingu er brýnt að rekstraraðilar tileinki sér bætt verklag, nýtingu réttra tæknilausna og virki mannauð. Sú vegferð gerir fyrirtæki móttækilegri fyrir þörfum viðskiptavina auk þess að þau eiga auðveldara með að laga sig að breyttu umhverfi og að skapa virði fyrir alla hagsmunaaðila.

Stafræn vegferð kallar á aukna sérþekkingu á sviði tæknimála og leiðtogahæfni. Stafrænn leiðtogi er sá aðili sem leiðir stafrænar umbreytingar áfram. Hans hlutverk er að hjálpa fyrirtækinu að skilja hvar það er statt og skilgreina hvernig fyrirtækið nær sínum markmiðum er snúa að stafrænni umbreytingu.

Við bjóðum stórum sem smáum rekstraraðilum upp á faglega og óháða alhliða þjónustu á sviði upplýsingatæknimála. Hvort sem þörf er á yfirgripsmikilli ráðgjöf eða minniháttar stuðningi, afmarkaðri verkefnastýringu eða heildarstjórnun upplýsingatæknimála, þá setjum við saman heildarlausnina sem svarar þínum þörfum og óskum.

Fylltu út formið og við höfum samband.





    Hver er ávinningurinn af
    upplýsingatæknistjórnun Sessor?

    • Eykur sjálfvirkni og rekstraröryggi
    • Einfaldar og styttir verkferla
    • Sparar handavinnu við endurtekinn innslátt á sömu upplýsingum
    • Fækkar lausnum eins og kostur er
    • Hámarksnýtir tækni og allar lausnir
    • Nær heildaryfirsýn yfir öll verkefni þannig að verkefnastjórnun og eftirlit með þeim verða skilvirkari
    • Eykur yfirsýn og bætir upplýsingagjöf til starfsmanna og stjórnenda

    Hvenær ættir þú
    að leita til Sessor?

    • Þegar þörf er á stuðningi við tæknileg úrlausnarefni
    • Þegar þörf er á úttekt og ferlagreiningu fyrir stafræna umbreytingu
    • Þegar þörf er á afleysingu upplýsingatæknistjóra
    • Þegar þörf er á upplýsingatæknistjóra til lengri tíma
    • Þegar þörf er á stafrænum leiðtoga til að leiða stafræna umbreytingu þvert á fyrirtæki
    • Þegar setja þarf skýra framtíðarsýn og stefnu fyrir stafræna umbreytingu
    • Þegar þörf er á aðstoð við ákvörðunartöku, samningagerð og samskipti við birgja

    Hver eru helstu verkefni
    í upplýsingatækni Sessor?

    • Úttekt á stöðu upplýsingatæknimála
    • Mótun stefnu í upplýsingatæknimálum og innleiðing hennar
    • Stýring á rekstri tæknilegra innviða
    • Lausnaleit, forval og val á birgjum
    • Faglegur og traustur stuðningur við stjórnendur
    • Sjálfvirknivæðing ferla
    • Mat á ferlum og tillögur að úrbótum
    • Samþætting lausna
    • Rekstur umbótaverkefna
    • Tæknivæðing á stoðþjónustum
    • Verkefnastjórnun
    • Samskipti við birgja
    • Áætlanagerð og kostnaðareftirlit

    Önnur þjónusta sem
    við bjóðum?

    • Fjármála- og bókhaldsþjónusta
    • Rekstrarráðgjöf
    • Hugbúnaðarlausnir
    • Upplýsingatækniráðgjöf
    • Úttekt á stöðu upplýsingatæknimála
    • Stjórnarseta
    • Verkefnastjórnun
    Fjármálaþjónusta

    Hvert er okkar hlutverk?

    Ráðgjafar Sessor hafa margra ára reynslu í ráðgjöf, innleiðingu og þjónustu á sviði fjármála og upplýsingatækni. Við endurskoðum alla ferla og umbreytum þeim stafrænt með því að nýta og samþætta lausnir sem henta þér og þínu félagi best. Meginmarkmið okkar er að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu þar sem hagsmunir viðskiptavinarins eru ávallt hafðir að leiðarljósi. Við leggjum einnig ríka áherslu á að veita viðskiptavinum okkar stuðning og eftirfylgni við hvert skref á vegferðinni.