Fjármála- og bókhaldsþjónusta

FJÁRMÁLA- OG BÓKHALDSÞJÓNUSTA

Nútíma bókhald

Við bjóðum rekstraraðilum upp á fjármála- og bókhaldsþjónustu með áherslu á fullnýtingu á tækni, skýru verklagi og hnitmiðuðum upplýsingum til stjórnenda í nær rauntíma. Með aðferðum okkar geta rekstraraðilar svo valið hvaða verkþættir eru útvistaðir. 

Við aðstoðum rekstraraðila við alla helstu fjármálaferla. Fjármálastjórnun á borð við greiðslu reikninga helst áfram innandyra en með aðferðum okkar geta fjármálastjórar nú haft öflugt eftirlit með öllum þáttum í rekstrinum í rauntíma og greitt innlenda og erlenda reikninga fljótt og vel.

Fylltu út formið og við höfum samband.





    Hver er ávinningurinn af
    fjármála- og bókhaldsþjónustu Sessor?

    • Eykur sjálfvirkni og rekstraröryggi
    • Hratt ferli í allri vinnslu og styttri boðleiðir
    • Hagræðing til að viðhalda eða ná samkeppnisforskoti
    • Tryggir að rekstraraðilar fullnýti tækni eins og kostur er
    • Einfaldari og styttri verkferlar
    • Aukin og betri upplýsingagjöf með réttri uppsetningu og nýtingu vídda
    • Þú losnar við áhyggjur og umstang sem fylgir bókhaldi
    • Aukinn sveigjanleiki og meiri tími fyrir kjarnastarf

    Hvenær ættir þú
    að leita til Sessor?

    • Þegar þörf er á afleysingu við bókhald
    • Þegar bókhaldið er eftirá
    • Þegar ekki er búið að innleiða pappírslaus viðskipti
    • Þegar starfsfólk er fast í óþarfa handavinnu
    • Þegar kerfi tala ekki nægilega vel saman
    • Þegar það það myndast álagspunktar í kringum mánaðarmót
    • Þegar útvista á fjármálum- og bókhaldi
    • Þegar skortu er á rauntímagögnum svo stjórnendur geti tekið upplýstar ákvarðanir
    • Þegar þörf er á stuðningi við tæknileg úrlausnarefni
    • Þegar þörf er á úttekt og ferlagreiningu fyrir stafræna umbreytingu
    • Þegar setja þarf skýra framtíðarsýn og stefnu fyrir stafræna umbreytingu

    Hver eru helstu verkefni
    í fjármála- og bókhaldsþjónustu Sessor?

    • Móttaka og meðhöndlun allra reikninga
    • Færsla bókhalds
    • Afstemming bókhalds
    • Eftirlit
    • Reikningagerð
    • Innlestur bókhaldsgagna
    • Skráning í rafrænt uppáskriftarferli
    • Launavinnsla
    • Aðstoð og ráðgjöf
    • Stjórnendaupplýsingar
    • Kostnaðareftirlit
    • Áætlanagerð

    Önnur þjónusta sem
    við bjóðum?

    • Upplýsingatækniráðgjöf
    • Rekstrarráðgjöf
    • Hugbúnaðarlausnir
    • Stafrænn leiðtogi til leigu
    • Upplýsingatæknistjórnun
    • Úttekt á stöðu upplýsingatæknimála
    • Stjórnarseta
    • Verkefnastjórnun

    Hvert er okkar hlutverk?

    Ráðgjafar Sessor hafa margra ára reynslu í ráðgjöf og þjónustu á sviði fjármála og upplýsingatækni. Við endurskoðum alla ferla og umbreytum þeim stafrænt með því að nýta og samþætta lausnir sem henta þér og þínu félagi best. Meginmarkmið okkar er að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu þar sem hagsmunir viðskiptavinarins eru ávallt hafðir að leiðarljósi. Við leggjum einnig ríka áherslu á að veita viðskiptavinum okkar stuðning og eftirfylgni við hvert skref á vegferðinni.